Árið 2026 er hafið, Svala Dís KE er númer 1
Þá er árið 2026 hafið og það þýðir að vetrarvertíðin árið 2026 hefst.
og vil ég óska ykkur gleðilegs nýs árs með þökk fyrir það gamla. spennandi ár framundan, í það minnsta fyrir Aflafrettir.is


eins og undanfarin ár þá má búast við því að veiðin á vertíðinni verði góð, þó svo að bátarnir
sem eru á netaveiðum séu ekki það margir.
Netaveiðar voru alltaf aðalveiðarfærið á vertíðum svo til frá um 1950 og vel fram yfir aldamót
það er nú reyndar alltaf þannig að það þarf einhver bátur að vera númer 1.
og núna árið 2026 þá var Svala Dís KE númer 1. en báturinn fór út frá Njarðvík um kl 0910, og annar bátur
líka frá Njarðvík Addi Afi GK fór út sirka um kl 10.00 en báðir bátarnir eru á netum og fóru báðir út
til að leggja netin inn í Faxaflóa og báðir bátarnir eru að veiða fyrir Hólmgrím.
Svo Svala Dís KE númer 1. Addi Afi GK númer 2.
vertíðin árið 2026 er hafinn.

Svala Dís KE mynd Gísli Reynisson

Addi Afi GK mynd Gísli Reynisson