Ármann SH 223. ,1983
Við þekkjum öll smábátanna sem núna róa frá Ólafsvík eða þá Rifi. t.d Særif SH, Rán SH, Tryggva Eðvarðs SH. Brynju SH og fleiri báta,
'
Ef við förum aðeins langt aftur í tímann þá hef ég rekið augun í smábát sem fiskaði mest allra smábáta frá Ólafsvík og Rifi.
hét þessi bátur Ármann SH 223 og fyrsti báturinn sem hét Ármann SH er ennþá til í dag og er á Reyðarfirði og heitir þar núna í dag Dagný SU .
Þessi bátur var í eigu Kristjáns Bjarnarssonar og Bjarna Ólafssonar og áttu þeir þennan bát frá 1979 til 1986.
Þessi litli bátur sem er ekki nema um 7 tonn af stærð var iðulega á handfærum og gekk það ansi vel hjá honum ,
hérna að neðan má sjá aflann per dag í maí , júní og júlí árið 1983.
eins og sést þá var aflinn mismunandi enn þó eru þarna nokkrir stórir róðrar sem mætti kalla fullfermi því að nokkrir rórðanna eru tæp 4 tonn sem er ansi gott á ekki stærri báti,
aflinn í maí var 17,4 tonn í 12 róðrum eða 1,4 tonn í róðri,
í júní 13,1 tonn í 9 róðrum eða 1,4 tonn í róðri,
og í júlí 9,8 tonn í 10 róðrum ,
færaaflinn samtals þessa 3 mánuði því 40,3 tonn sem er ansi gott
| dagur | afli |
| 3 | 0,77 |
| 5 | 1,01 |
| 7 | 0,49 |
| 8 | 1,20 |
| 9 | 1,23 |
| 10 | 0,55 |
| 12 | 0,08 |
| 16 | 2,35 |
| 17 | 3,39 |
| 20 | 1,05 |
| 23 | 3,75 |
| 28 | 1,52 |
| JÚNI | |
| 3 | 2,01 |
| 9 | 2,13 |
| 14 | 0,54 |
| 16 | 1,01 |
| 20 | 3,67 |
| 22 | 1,13 |
| 27 | 0,52 |
| 28 | 1,75 |
| 30 | 0,33 |
| JÚLI | |
| 1 | 0,56 |
| 5 | 0,13 |
| 7 | 1,55 |
| 11 | 0,41 |
| 12 | 1,23 |
| 15 | 0,62 |
| 18 | 0,64 |
| 21 | 2,35 |
| 22 | 1,26 |
| 25 | 1,07 |

Dagný SU þessi bátur var Ármann SH árið 1983