Arnar SH í mokveiði. yfir 110 tonn á 9 dögum.,2016
Nýjasti netalistinn var að koma og þar mátti sjá að netabáturinn Arnar SH var heldur betur að mokveiða í netin, enda er báturinn komin í 173 tonn í 21 róðri og er í sæti númer 14.
Arnar SH byrjaði að róa 15 mars eftir að hafa verið stopp í 9 daga. Um borð í Arnari SH eru einungis þrír kallar,, enn þeir þrír lentu heldur betur í þorskveislu,
Förum yfir daganna
15 mars landaði Arnar SH 8,3 tonn í einni löndun,
16 mars 4,9 tonn.
17 mars kom Arnar SH fyrst með 10,4 tonn og fór svo aftur og landaði 3,9 tonn, samtals 14,4 tonn yfir daginn,
18 mars var algert mok. fyrst kom ARnar SH með 9,8 tonn og fór svo aftur út og landaði 9,7 tonn, samtals 19,6 tonn.
19 mars. áfram hélt mokið, fyrst landað 10,2 tonnum og svo aftur út og komið í land með tæp 9 tonn, samtals 19,2 tonn,
20 mars, einn rólegur dagur, landað 6,8 tonn.
21 mars fyrst landað 9,7 tonnum og svo aftur 4,6 tonn, samtals 14,3 tonn.
22 mars 7,8 tonn í einni löndun,
og 23 mars fyrst 11,89 tonn í einni löndun og svo aftur 5,3 tonn, samtals 17,1 tonn,
Samtals landaði því Arnar SH 112,4 tonnum í 15 róðrum, sem fékkst á 9 dögum sem gerir 12,5 tonn á dag.
Aflafrettir slógu á þráðinn til Guðbrands Björgvinsonar sem er skipstjóri á Arnari SH. Sagði hann að þeir hefðu mest verið með einungis 37 net í sjó, enn vanalega skildu þeir eftir 10 net yfir nóttina sem þeir lögðu um klukkan 18 um kvöldið, fóru svo út deginum eftir og lögðu hin netin og drógu þá netin sem þeir voru með yfir nóttina. Voru netin lögð á þetta 50 til 60 faðma dýpi, enn netin sem voru yfir nótt voru á kringum 20 faðma dýpi.
5 tonn í 10 net.
að sögn Guðbrands að sem dæmi um mokið þá fengu þeir mest 5 tonn í einungis 10 net. Guðbrandur sagði að þeir settu einungis fisk í kör sem um borð væru og væri allur aflinn lagður í krapa. um 30 mín stím var á miðin . og það gerði það að verkum að auðvelt var að skjótast inn og landa aflanum þegar öll kör voru full. Allur aflinn var kældur í krapa í 660 lítra kör sem eru um borð. Allur aflinn fer í vinnslu hjá Þórsnesi í Stykkihólmi.
Vegna þess hversu mikill fiskur hefur verið t.d við búlandshöfða þá hafa netabátarnri ekkert verið að fara inn í í fjörðin t.d að Flákanum. Geir ÞH og Hafborg EA komu reyndar og voru að veiðum rétt þar hjá og lönduðu þá í Grundarfirði.
Guðbrandur sagði að á árum áður þá hafi bátar frá Stykkishólmi og Grundarfirði verið að veiðum þar enn ekkert núna, vegna þess hversu mikil þorskur er utarlega með nesinu.
113 tonn er ansi gott á ekki nema 9 dögum og sagði Guðbrandur að það hefði verð kærkomið að komast í frí eftir þessa törn.
![](/static/uploads/imgs/ARNAR_2.jpg)
ARnar SH Mynd Guðbrandur Björgvinsson,