Arnþór GK seldur,2017
Þeim heldur áfram að fækka dragnótabátunum sem gerðir eru út frá Suðurnesjunum ,
3 bátar eru farnir. Askur GK, og Farsæll GK í Grindavík og Örn GK sem var í Sandgerði.
og núna hefur fjórði báturinn bæst í þennan hóp þvi´að Nesfiskur hefur selt Arnþór GK sem er búinn að vera í þeirra eigu síðan árið 2008.
Arnþór GK er smíðaður á Ísafirði og má segja eftir sömu teikningu og trollbáturinn Helgi SH bara mun minni.
báturinn var seldur til G.Agustson á Stykkishólmi og mun þar fara á tilraunaveiðar á skelfisk og dragnótaveiðar annars tíma ársins
Báturinn kláraði að fiska fyrir nesfisk núna í mai og fór síðan vestur til Stykkishólms,
Ráðinn hefur verið skipstjóri á bátinn og er það Sigurður Þórarinsson sem var áður með Gullhólma SH
Arnþór GK Mynd Sigtryggur Baldursson