Arntýr VE á línu og gekk ansi vel,,1983
Þegar horft er á útgerðarbæinn Vestmannaeyjar þá liggur nokkuð ljóst fyrir að útgerð í Vestmannaeyjum hefur að mestu verið bundin við togveiðar og netaveiðar í gengum áratugina. þótt netaveiðar sé kanski ekki eins miklar núna þessi árin og var á árum áður,
Aftur á móti hafa línuveiðar ekki mikið verið stundaðar frá Vestmannaeyjum, helst var það nokkrir bátar sem voru á þeim veiðum í janúar og fram í sirka miðjan febrúar,
línuveiðar um haustið var mjög lítið um ,
en þó með undantekningum,
báturinn Arntýr VE 115 stundaði línuveiðar í nóvember og desember árið 1983 og óhætt er að segja að báturinn hafi fiskað mjög vel,
öfugt við marga línubáta á þessum tíma sem voru að veiða þorsk og ýsu þá voru þeir á Arntýr VE að fiska löngu og keilu,
og það má segja að það hafi gengið ansi vel hjá þeim, í Nóvember þá landaði Arntýr VE alls 67 tonnum af fiski í 12 róðrum eða 5,6 tonn í róðri og eins og sést í tölfunni hérna að neðan þá var stærsti róðurinn 10,1 tonn,.
í Desember þá fór báturinn í aðeins fimm róðra enn landaði 31,2 tonn eða 6,3 tonn í róðri. stærsti róðurinn 12,2 tonn.
alls landaði því Arntýr VE á þessum tveimur mánuðum um 98 tonnum og af því þá var langa og keila 87 tonn.
Þess má geta að Arntýr VE var þarna orðin nokkuð gamall bátur því báturinn var smíðaður 1946 og mældist 51 brl.
Lína Nóvember | |
dagur | afli |
3 | 1805 |
4 | 1545 |
5 | 6260 |
7 | 2635 |
8 | 8005 |
9 | 5335 |
14 | 10115 |
15 | 6870 |
16 | 4225 |
21 | 8490 |
24 | 5060 |
28 | 5265 |
Desember | |
dagur | afli |
6 | 12225 |
9 | 4421 |
15 | 6188 |
17 | 6188 |
21 | 1628 |
Arntýr VE mynd Tryggvi Sigurðsson