Aron Baldursson um " Alveg galið" á Akranesi,2017

 Akranes má muna sinn fífil fegri. Í gærkveldi 11.desember þá birtist frétt á Aflafrettir.is um lokun á fiskmarkaðinum á Akranesi.


Lesa má þá frétt hérna.



Eftir að lokunin var staðreynd þá hvarf með því löndunarþjóunstann sem fiskmarkaðurinn hafði á sinni könnu.

Eins og sést hérna í tölflunni að neðan með landaðan afla á Akranesi þá er orðið mikið hrun í lönduðum afla á Akranesi og aðalega eru það heimabátar sem landa þar.



Aron Baldursson 


Aron Baldursson framkæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands sem átti og rak Fiskmarkaðinn á Akranesi sagði í samtali við Aflafrettir”. Við vorum búnir að vera í samskiptum í hátt í 3 mánuði við marga góða aðila á Akranesi og vorum að vinna í því að finna farsælar lausnir til þess að viðhalda góðu þjónustustigi á Akranesi. Því miður náðist ekki samstaða um þessar lausnir”.


Eins og staðan er núna þá er enginn löndunarþjónusta á Akranesi enn hvað verður er óvíst, en ekki er hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að það er ekki hægt að reka fiskmarkað með einn eða 2 báta í viðskiptum.


Eymar Einarsson skipstjóri á Ebba AK lýsti skoðun sinni á þessari lokun  með þessum orðum  " galið.  Alveg Galið".  





Akranes... risastór Snarfarahöfn
Þessi lokun fiskmarkaðirns á Akranesi er kanski lýsandi saga um dauða Akranes sem fiskihöfn og útgerðarstað.  núna er Akranes að breytast í eina stóra Snarfarahöfn.  semsé leguhöfn fyrir hina og þessa báta.  

Hérna að neðan má sjá tölfu um hrun í lönduðum afla á Akranesi 



Afli landaður í Október mánuði á Akranesi


ÁrHeildarafli tonnLandanirFjöldi bátaLoðna
201771,81740
201262,15080
200794,35680
2004997,6150200
19993408,8175262000
199714247,83883313021
199210050,1495578756






Afli landaður í Nóvember mánuði á Akranesi


ÁrHeildarafli tonnLandanirFjöldi bátaLoðna
201718,5840
201294,95070
2007244,7112120
20041760,8212220
19994599,9251351387
19978780,8359527270
19926885,5410545161


Ebbi AK mynd Gísli Reynisson á fullu afturábak