Ásbjörn RE í togi til hafnar,2017
Dagurinn í dag 23.apríl fór í það að dreifa út bókinni um Ásbjörn RE og á sama tíma þá var verið að draga togarann áleiðis til Reykjavíkur. var það Sturlaugur H Böðvarsson AK sem það gerði.
Ásbirni RE var sleppt frá Sturlaugi skammt frá Gróttu og silgdi svo Ásbjörn RE rólega til hafnar og var Magni sem að fylgdi honum síðasta spölin,
Sjódæla hafði bilað í Ásbirni og var því túrinn orðin ansi stuttur hjá þeim. um borð í Ásbirni RE voru um 100 kör af fiski eða í kringum 35 tonn.
myndaði nokkrar myndir af skipinu koma til hafnar og neðsta myndin er svo af Sturlaugi H Böðvarssyni AK,
Minni svo á að bókin um sögu Ásbjarnar RE er kominn í eina búð hjá Eymundsson í Smáralind.
Hægt er að panta bókina um Ásbjörn RE hjá Gísla Reynissyni eða í síma 7743616
Myndir Gísli Reynisson