Ásdís ÍS á rækjuveiðum í Ísafirði
Ég þurfti að skreppa á isafjörð núna 4 febrúar og þegar ég var að aka um kvöldið inní súðavík þá kom
þar að Valur ÍS, en Valur ÍS hafði verið á rækjuveiðum í Ísafirðinum og kom í land með 3,5 tonn.
Deginum eftir þegar að ég ók frá Ísafirði og inn alla firðina áleiðis suður þá tók eg eftir því að þegar ég var að keyra framhjá
Reykjanesi að Ásdís ÍS var að toga í Ísafirðinum,
ég myndaði bátinn og það má geta að báturinn var með 10,8 tonn í einni löndun af rækju eftir þennan túr sem ég myndaði
En hvar er Ísafjörður. jú við þekkjum öll bæinn sem heitir Ísafjörður
enn Ísafjörður er fyrsti fjörðurinn sem ekið er inní eftir að ekið er yfir Streingrímsfjarðarheiðina á leið til Ísafjarðar.
Ísafjörður er mjög langur fjörður eða 19 km langur og er 2 km breiður í fjarðarmynni sem telst frá REykjanes og yfir í Hundatanga
fjörðurinn er einn af stærstu fjörðunum í Ísafjarðardjúpinu og litlar upplýsingar eru til um dýpt á honum.
en talið er að hann sé á milli 50 til 100 metra djúpur,
þessi fjörður hefur í gegnum árin verið mjög stór rækjukista fyrir sjómenna frá Súðavík, og Ísafirði,
enn nokkuð langt stíma er í fjörðin og t.d var Ásdís ÍS um 3 tíma að sigla inn frá Ísafirði og að Ísafirðinum þar sem að báturinn
byrjaði að toga
Mynd tekin frá Arngerðareyri
Mynd tekin frá Reykjanesi
Myndir Gísli reynisson