Ásgeir Torfason ÍS 10 ..1981
EIns og hefur sést hérna á síðunni þá er búið að vera ansi góð línuveiði um landið núna í haust.
ef við förum í smá tímaflakk þá var líka ansi góð línuveiði í nóvember árið 1981.
Ætla að sýna ykkur bát frá Flateyri sem hét Ásgeir Torfason ÍS og var þessi bátur 26 brl. miðað við að í dag er leyft að hafa smábátanna upp að 30 tonnum , þá mætti alveg flokka Ásgeir Torfason ÍS sem smábát.
Lítum á hvernig bátnum gekk í nóvember árið 1981.
Skiptum nóvember upp í vikur,
vika eitt nær frá 1 til 7 nóvember.
Óhætt er að segja að veiði hafi verið feiknarlega góð hjá þessum 26 tonna báti. vel viðraði til róðra og landaði Ásgeir Torfason ÍS 54,8 tonnum í 6 róðrum eða 9,1 tonn í róðri.
Af þessum sex róðrum þá komst Ásgeir Torfason ÍS þrisvar í rúm 11 tonn í róðri og reyndar það þannig að fjóra daga í röð þá kom báturinn fyrst með 11,3 tonn, síðan 9,7 tonn, svo 11,3 tonn og að lokum 11,3 tonn.
Ansi gott hjá ekki stærri báti.
Vika númer 2. 8.nóvember til 14 nóvember,
Hérna komst Ásgeir Torfason ÍS aðeins í þrjá róðra , og landaði 23,7 tonnum eða 7,9 tonn í róðri sem er samt sem áður ansi góður meðalafli,
Þegar hérna var komið við sögu þá var ansi mikill brælukafli fyrir bátinn sem var einn minnsti línubáturinn sem réri frá Vestfjörðum þennan mánuð árið 1981 og var báturinn stopp í 10 daga vegna þess,
vika númer 3. frá 15 til 21 nóvember.
ÞEssi vika var svo til öll ein allsherjar bræluvika. Ásgeir Torfason ÍS komst ekki á sjóinn fyrr enn 21 nóvember og landaði þá 7,6 tonnum í einni löndun ,
Vika númer 4. frá 22 til 28 nóvember.
Hérna komst báturinn ágætlega út og fiskaði nokkuð vel. landaði 33,2 tonnum í 4 róðrum eða 8,3 tonn í róðri sem er ansi gott. fyrsti túrinn á þessu tímabili var ansi góður eða 11,6 tonn og var það stærsta löndunin hjá bátnum í nóvember,
Vika númer 5. sem var bara tveir dagar í nóvember 29 og 30.
Báturinn réri báða þessa daga og fiskaði vel þessa 2 daga. landaði 18,2 tonnum og með meðalafla uppá 9,1 tonn. stærri lönduninn var 11,4 tonn,
Samtals landaði því báturinn 137,5 tonnum í 16 róðrum og var með 8,6 tonn í róðri að meðaltali sem er ansi gott.
Þessi góði afli Ásgeirs Torfasonar ÍS er ansi merkilegur sakir þess að báturinn var eins og áður segir næstminnsti línubáturinn sem réri frá Vestfjörðum í nóvember árið 1981, og þrátt fyrir að hafa verið stopp í 10 daga útaf brælu þá náði hann að komast þetta hátt yfir 100 tonnin. ( Ingimar Magnússon ÍS var minnstur)
Ásgeir Torfason Mynd Bjarni ben af síðu Grétars Þórs