Atburður ársins og mest lesna á Aflafrettir.is, 2018

Þó svo að fréttina um Frosta ÞH hafi verið frétt ársins 2017.  


þá var nú einn annar hlutur vinsælli og það var í raun ekki frétt.

Árni Einarsson skipstjóri á Hjördísi HU komst í fréttirnar í febrúar 2017 vegna þess að bátur hans Hjördís HU var hætt kominn vegna mikils afla sem um borð var í bátnum.  

björgunarsveit var kölluð út til að fylgja bátnum heim.  í öllum fjölmiðlum landsins þá var mikið talað um þennan atburð, og skipstjórinn dæmdur ansi mikið.

en allar þær fréttir höfðu það sameinginlegt að enginn þeirra talaði við Árna sjálfan.

Svo aflafrettir tóku sig til og töluðu við Árna og buðu honum að segja frá sinni hlið og það gerði hann með yfirlýsingu sem hann skrifaði og birtist hérna á Aflafrettir,

hún vakti gríðarlega mikla athygli og fékk ég sjálfur Gísli  hringingar frá Landsbjörgu, og þeim aðilum sem tóku þátt í þessum atburði.  

Þessu var samt sem áður ekki lokið því  um haustið 2017 þá sendi Rannsóknarnefnd sjóslysa  frá sér skýrslu um þennan atburð og þar var orðrétt sagt.

RNSA hvetur fjölmiðla, samfélagsmiðla og aðra að hætta því að upphefja háttsemi, sem þessa það er ofhleðslu báta, sem hetjudáð og/eða afrek.

Aflafrettir eru svo til eini fjölmiðilinn á Íslandi sem hefur fjallað um fullfermi hjá bátum og því má segja að þessi lína sé beint til Aflafretta.  

Það má geta þessa að þennan sama dag og þessi atburður gerðist með Hjördísi HU þá var annar bátur líka tæpur á leiðinni í land, enn þá var 15 tonna bátur sem kom með 20 tonn í land auks 48 bala, mikill aflabátur á Snæfellsnesinu.  


alls lásu 20734 yfirlýsinguna hans ÁRna.  lækin voru 645 og 25 deilingar útum alls.

.

Og svona í Framhaldi af þessu þá má geta þess að þótt Árni hafi lent í þessum atburði þá gafst hann ekkert upp, og átti t.d ansi gott haust á bátnum Magnúsi HU þar sem hann var t.d aflahæstur bátanna að 13 tonn bæði í október og nóvember.  og núna á vertíðinni 2018 þá mun Árni taka við nyjum báti. 


Hjördís HU á landleið í fylgt Björgunarsveitar.  Mynd rannsóknarnefd sjóslysa