Auður Vésteins SU kominn á flot.

Fyrir sléttri viku þá steytti Auður Vésteins SU á skeri við Papey og mikill leki kom að bátum eftir að peran á bátnum brotnaði af.


Núna einni viku seinna er viðgerð lokið á bátnum og hann er kominn á flot.

Einhamar ehf birti ansi flottan pistil á síðu sinni og læt ég hann fljóta hérna með 

Vantar bara nafnið á kranastjóranum 


Auður Vésteins SU var sjósett í dag eftir að hafa steytt á Flyðruskeri við Papey fyrir sléttri viku. Viðgerð er lokið og róðrar hafnir á nýjan leik.

Það að viðgerð hafi tekist svona skjótt og vel er mörgum að þakka og verða ýmsir nefndir hér, áhöfnin á Auði Vésteins SU, bátasmiðjan Trefjar sem

steyptu peru með hraði, Árni plastari og félagi hans sem unnu langa vinnudaga á verkstað, Maggi Margeirs, G Theódór, Stefán hafnarstjóri,

Gulli á Öðling sem var boðinn og búinn til aðstoðar og hjálpaði okkur á ýmsan hátt, kappinn á krananum sem brást skjótt við og hífði okkur upp,

fiskmarkaðurinn á Djúpa, séra Alfreð sem veitti okkur andlegan stuðning svo og heimamenn á Djúpavogi sem af hjálpsemi léðu okkur aðstöðu

og marga hluti sem okkur vanhagaði um. Á engan er hallað þegar fjallað er um þátt Óskars Sveinssonar útgerðarstjóra sem bar

ægishjálm yfir verkinu, af einurð og ósérhlífni og af sérlegu verksviti stjórnaði hann og dreif þetta áfram, alltaf jákvæður,

lausnamiðaður og ráðagóður.
Kærar þakkir allir

Enn og aftur kunnum við björgunarsveitum og áhöfnum annara báta sem komu okkur til hjálpar á hafinu hinar bestu þakkir fyrir veitta aðstoð, svo sannarlega dýrmætir bakhjarla














Myndir frá Einhamri