Aukaafli uppsjávarskipa árið 2024. 2700 tonn

Snemma á þessu ári þá var birtur listi yfir uppsjávarskipin 


og heildaraflinn hjá þeim bæði Íslensku og skipunum frá Færeyjum fór yfir eina milljón tonn

reyndar var inn í þeirri tölu aukaflinn, semsé annað enn síld, kolmunni og makríll

aukaaflinn var, ýsa, ufsi, karfi, þorskur, grásleppa, spærlingur, gullax og mun fleira

samtals var aukaaflinn hjá skipunum alls  2719 tonn.

alls 9 skip lönduðu meira enn 100 tonnum af aukaflanum og aflahæsta skipið miðað við aukaflann 

var gamli Hákon EA sem var með 319 tonna afla

Hérna er listi yfir aflahæstu uppsjávarskipin árið 2024, og þar fyrir neðan munum við síðan skoða nokkrar tegundir

Sæti Nafn Afli
1 Hákon EA 319.1
2 Heimaey VE 298.1
3 Börkur NK 249.3
4 Hoffell SU 214.1
5 Ásgrímur Halldórsson SF 194.7
6 Sigurður VE 183.5
7 Vilhelm Þorsteinsson EA 135.5
8 Aðalsteinn Jónsson SU 134.9
9 Beitir NK 101.3

Þorskur.    heildar þorskafli var ekki mikill aðeins 22,9 tonn og mestum þorski landaði reyndar Borgarinn í Færeyjum 5,9 tonnum 

en á íslandi þá var Sigurður VE með 3,3 tonn.  Ásgrímur Halldórsson SF var með 2,1 tonn og gamli Hákon EA 2 tonn.

 Grásleppa
Þó nokkuð mikið magn kom á land af grásleppu því skipin lönduðu alls 105 tonnum af grásleppu, og það fór 
allt í bræðslu
tvö skip veiddu yfir 10 tonn af grásleppu, 
Beitir NK var með 10,8 tonn
Ásgrímur Halldórsson SF var með 10,4 tonn
Jón Kjartansson SU 8,6 tonn og Víkingur AK 7,1 tonn

Ýsa aflinn var mjög lítill sem aukaafli, aðeins 1,2 tonn

Ufsi
Tölurvert var landað af ufsa eða 84 tonn.
og mest af ufsa kom Heimaey VE með eða 12,1 tonn
Gamli Hákon EA 11,7 tonn og Ásgrímur Halldórsson SF 10,5 tonn

 Karfi
 Ansi miklu var landað af karfa . því skipin komu alls með 154,7 tonna afla
Og Var Sigurður VE með mest af karfa eða 31,3 tonn
Gamli Hákon EA var með 27,2 tonn
Hoffell SU 21,2 tonn og Heimaey VE 20,1 tonn.

 Spærlingur
 Langmest var landað sem aukaafla af Spærling, enn alls var landað 1459 tonnum af spærling

Tvo skip voru með árberandi mest af Spærling
Gamli Hákon EA með 261 tonn
Heimay VE með 256,8 tonn
Hoffell SU 180.6 tonn og Ásgrímur Halldórsson SF 151,9 tonn 

 Gulllax
alls komu á land af skipunum 290,8 tonn af gullaxi
og var Börkur NK með mest eða 107,8 tonn
Beitir NK var með 40,8 tonn og Svanur RE 39,2 tonn

 Smokkfiskur
 Ekki mikið kom af Smokkfiski, aðeins 17,7 tonn, og var Huginn VE með mest eða 4,9 tonn

Hákon EA mynd Grétar Rögnvarsson