Azura risaskip á Ísafirði, ,2018

Er á Ísafirði núna og yfir öllum bænum blasir við risaskip sem tekur fleiri farþega enn alla íbúa Ísafjarðar.


þetta er skipið Azura

Það er smíðað árið 2010

og er ansi stórt.  290 metra langt og 36 metrar á breidd

í því eru 19 þilför og af því eru 14 aðgengileg fyrir farþega

um borð eru fullt af veitingastöðum og meðal annars tónleika og sýningarsalur sem tekur 800 manns í sæti,

skipið tekið 3597 farþegar og um borð er 1557 manna áhöfn,

skipið er knúið áfram af rafmagnsmóturunum og þeir eru engnir smásmíði,

tveir 21 MV rafmagnsmótorar koma skipinu áfram í 25 mílna hraða.  

Þetta er enginn smá rafmagn sem fer í þetta.  til samanburðar þá er Ljósafossstöð i Soginu 15,3 MV og Steingrímsstöð 27 MV

um borð í skipinu eru risadíselvélar sem búa til rafmagnið 

4 vélar sem hver er 17 þúsund hestöfl

og 2 vélar sem eru 11 þúsund hestöfl,

Vélarnar í skipinu eru samtals því um 90 þúsund hestöfl,

Þegar ég var þarna þá var lóðsbátur Ísfirðinga að sigla út og eins og sést á myndum þá var verið að hífa einn bátinn um borð sem sá um að selflytja farþega í land












Myndir Gísli reynisson