Bætist í hópinn

Þegar ég stofnaði aflafrettir.is árið 2007 þá vissi ég ekkert í raun hvert ég ætlaði að fara með síðuna


hægt og rólega þá þróaðist síðan í það sem þú sérð núna kæri lesandi.  

síða sem er með ansi marga flokka, sú eina á landinu sem skrifar gamlar aflatölur og aflafrettir

aðalefni og eitt það allra vinsælasta hefur verið listarnir sem hafa verið á síðunni núna síðan frá stofnun hennar

hliðardæmið af þessari íslensku síðu er enska síðan aflafrettir.com og þar er kominn í gang listar yfir báta í Noregi

og mér er sagt frá norskum sjómönnum að aldrei í sögu Noregs hefur þetta verið gert áður að birta lista yfir bátanna

eins og ég er að gera þar.  ansi magnað 

margir halda að það séu margir menn eða aðilar á bakvið þessa síðu aflafrettir.is og aflafrettir.com 

enn nei það er bara ég Gísli reynisson sem held utan um allt, skrifa allt og reikna allt saman

en er reyndar með tæknimann sem hefur unnið fyrir mig í 10 ár og hann meðal annars smíðaði þessa síðu og ensku síðuna

og svo er aðili í Noregi sem hefur hjálpað mér að komast inní Norsku fiskistofuna er ég alltaf þakklátur fyrir vinnu þeirra 

og aðstoð.


það er gríðarlega mikil vinna sem fylgir því að halda úti þessari síðu og þar sem ég er mjög svo lélegur markaðsmaður í því að 

selja auglýsingar á síðuna þá hef ég unnið sem rútubílstjóri ásamt því að sinna síðunni,

það gleður mig alltaf þegar að fyrirtæki vilja koma á aflafrettir.is og því er það mér mikið gleðiefni 

að kynna að Þorbjörn ehf í Grindavík er núna kominn inn með auglýsingu sem er hérna hægra meginn og með  því 

styður vel við bakið á mér við að sinna Aflafrettir.is meira og betur.


Er ég ákaflega þakklátur Þorbirni ehf fyrir þetta , og segi bara takk kærlega fyrir


Tómas Þorvaldsson GK mynd Vigfús Markússon