Baldur KE og veiðarnar í Faxaflóa. Bugtin,,1982

Gísli Reynisson sem á og heldur úti síðunni Aflafrettir.is á gríðarlegt magn af aflatölum og hefur ansi gaman af því að fara með ykkur lesendur góðir í ferð aftur í tímann og sjá hvað þessi og hinn bátur var að fiska.


á Aflafrettir er flokkur sem heitir Gamlar aflatölur og í þeim flokki hefur Gísli eða ég hehe, fjallað um svo til alla tegundir af bátum.  nema ein flokk

Dragnót.  hef aldrei birt gamlar aflatölur um dragnótabát,

brjótum ísinn núna og birtum smá klausu um bát sem var mjög frægur á landinu.  Baldur KE 

Baldur KE var mjög atkvæðamikill dragnótabátur þann tíma sem hann var gerður út og sérstaklega þegar að Faxaflóinn opnaði.  eða bugtin eins og hún var kölluð.

1982 þá opnaði bugtin 15 júlí árið 1982 og strax þá fóru nokkuð margir bátar á veiðar og þar á meðal Baldur KE,

Bugtin er þannig að aðeins má veiða á virkum dögum.  veiðar um helgar eru bannaðar.

 Vika númer 1.
Óhætt er að segja að Baldur KE hafi byrjað bugtina með látum því báturinn kom með fullfermi í land til Keflavíkur eða tæp 17 tonn.

fyrstu vikuna þá landaði báturinn alls 29,1 tonn í 3 róðrum og inn í þeim róðrum er stóri róðurinn 17 tonna.

Vika númer 2

Misjöfn veiði enn gekk vel þó.  aflinn alls 32,7 tonn í 5 róðrum eða 6,5 tonn í róðri.   stærsti róðurinn 8,9 tonn.

Vika númer 3.

Róðrarnir aðeins fjórir enn aflinn var mjög góður eða 32,1 tonn í 4 róðrum eða 8 tonn í róðri,
Stærsti róðurinn var ansi góður eða 10,8 tonn.

Alls gerði því þessi tæp hálfi mánuður 93,8 tonn í 12 róðrum eða 7,8 tonn í róðri 

Baldur KE landaði upp hjá eigin vinnslu og þar lagði líka upp annar dragnótabátur sem var mjög þekktur á Faxaflóasvæðinu.  og hét sá bátur Reykjarborg RE.

Ef þessi pistill leggst vel í ykkur lesendur góðir þá mun ég fjalla um Reykjarborg RE líka.



Baldur KE mynd Vigfús Markússon