Baldvin Njálsson GK kominn til landsins

Það var mikil gleði í Garðinum í dag því að þá kom til landsins í fyrsta skipti BAldvin Njálsson GK sem er nýsmíði frá 


Armon skipasmíðastöðinni á Spáni,

togarinn kemur í staðinn fyrir eldri togara sem hét þessu sama nafni og var seldur til Rússlands núna í sumar.

Sá togari var líka smíðaður í sömu skipasmíðastöð og nýji togarinn,  

Hét fyrst Otto Wathne og kom til landsins árið 1992,  fékk síðan nafnið Rán HF árið 1994 og var með því nafni til ársins 2005

þegar að Nesfiskur kaupir Rán HF og hann fékk nafnið Baldvin Njálsson GK,

Nýi togarinn er 65,6 metra langur og 16 metra breiður

mælist 2879 tonn og er með 4066 hestafla vél sem er 6 strokka af Wartsila 

tvær ljósavélar eru um borð frá Scania.  , sú stærri er 810 hestöfl og sú minni er 229 hestöfl,

skrúfan er nokkuð stór eða 5 metrar í þvermál og það gerir það að verkum að hægt var að minnka

vélina um 2 strokka úr 8 niður í 6 og minnka þar með vélarrýmið enn stækka lestina.

lestin í skipinu er á tveimur hæðum og er sett á brett í lestinni.

alls eru 30 vindur í skipinu og þar af þrjár 48 tonna togvindur.

Hérna að neðan eru nokkrar myndir og auk þess þá var myndband tekið þegar að togarinn silgdi smá hring 

útaf Garðinum og líka 10 mín langt myndband þegar að Baldvin Njálsson GK silgdi inn til Keflavíkur,

reyndar á undan þessu 10 mín löngu myndbandi er það myndband sínt á 8x hraða.













Mynd tekinn frá Hvalsneskirkju


Garðskagaviti


Nýi Baldvin utan við frystihús Nesfisks í Garðinum

Myndir og myndband Gísli Reynisson