Bárður SH með yfir 1000 tonn í mars.2022.

Þá er marsmánuður árið 2022 búinn, en þessi mánuður hefur um árabil verið einn stærsti aflamánuðurinn á ári,


reyndar þá var þessi mánuður frekar erfiður því í byrjun voru veður mjög slæm og erfitt með sjósókn, sérstaklega fyrir bátanna frá Suðurnesjunum.

Þessi mánuður hefur líka verið einn stærsti mánuðurinn varðandi netabátanna, reyndar þá eru netabátarnir mjög fáir núna,

ef horft er í stóru bátanna þá voru aðeins um 12 stórir netabátar á veiðum í mars, en þeir áttu það allir sameiginlegt að mokveiði var hjá þeim 

 Bárður SH

Einn bátur stóð þó uppúr, og kemur kanski ekki á óvart í það minnsta fyrir þá sem fylgdust með netalistanum núna í mars.

Netabáturinn Bárður SH árið 2021 gerði sér lítið fyrir og aflaði þá í mars árið 2021 alls 1011,6 tonn í 34 löndunum.

Núna árið 2022 þá bætti áhöfn Bárðs SH nokkrum tonnum við þennan afla

því að aflinn í mars árið 2022 varð alls 1017,8 tonn í 36 löndunum  eða 28,2 tonn í löndun,

í 10 skipti þá var tvílandað og Bárður SH réri svo til hvern einasta dag í mars

nema 5 daga, og þar af voru 2 dagar í röð um miðjan mars sem ekkert var róið útaf brælu,

Bárður SH réri allan mánuðinn frá  Rifi .

Aflinn af bátnum fór allur í salt og tók Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hluta af þessum afla sem og Þórsnes ehf í Stykkishólmi.

Hérna að neðan er tafla yfir afla Bárðs SH í mars og miðað við dag. og eins og sést þá er í alls 10 skipti landað tvisvar á dag 

og stærsti dagurinn var 20 mars eða tæp 84 tonn sem komu á land þann dag sem er gríðarlegur afli.

Bárður SH réri með 6 trossur 10 til 15 neta



Dagur Afli Athugasemdir
1 27.0
2 28.5
3 38.1
4 51.6 2 landanir
5 31.3
6 36.2
7 37.7
8 36.4
9 42.2
10 47.0 2 landanir
11 39.5
12 46.4 2 landanir
13 24.2
14 26.5
16 20.6
19 58.0 2 landanir
20 83.7 2 landanir
21 52.0 2 landanir
22 19.0
23 49.9 2 landanir
24 47.5 2 landanir
26 55.4 2 landanir
27 16.9
28 26.4
29 39.8
30 43.0 2 landanir


Bárður SH mynd Vigfús MArkússon