Bárður SH með yfir 4000 tonna afla árið 2021
Þá er búið að birta lista yfir alla flokka og báta fyrir árið 2021
það voru reyndar þónokkrir bátar sem voru með 2 veiðarfæri.
hérna er aðeins horft á stærri bátanna, ekki smábátanna því þeir voru sumir hverjir með nokkur veiðarfæri,
algengast var að stærri bátarnir væru með dragnót og net
þó var Sigurður Ólafsson SF með net og troll, ( humar) og Patrekur BA var með línu og dragnót
Ebbi AK var með net og sæbjúgu,
Hérna að neðan er tafla með hæstu bátunum sem skiptu á milli veiðarfæra.
Bárður SH átti risaár árið 2021
því aflinn hjá honum fór yfir 4 þúsund tonn og róðrarnir voru alls 229.
sem þýddi að fyrir utan togbátanna, þá voru aðeins 3 bátar sem veiddu yfir 4 þúsund tonn árið 2021
hinir tveir voru Páll Jónsson GK og Sighvatur GK sem báðir eru á línu,
Kvótinn
Bárður SH aftur á móti byrjaði árið 2021 á netum fór síðan yfir á dragnót og endaði árið aftur á netunum ,
kvóti bátsins er aðeins um 557 tonn og því þýddi þetta að mjög miklu magni af kvóta var leigður á bátinnn,.
Kvótinn miðast við fiskveiðiárið enn þessi afli miðast við almannaksárið.
Á tímabilæinu 1.jan til 31.ágúst 2021 þá voru leigð á bátinn alls 2380 tonn og langmest af því kom frá Vinnslustöðinni
í gegnum togarann Breka VE eða um 1545 tonn. af því var þorskur um 1200 tonn og ufsi rest
núna á þessu fiskveiðiári og þá til 31.des.2021 þá voru leigð á bátinn 658 tonn og 300 tonn komu frá Sigurði VE
og 250 tonn frá Kristrúnu II RE. Fiskkaup í Reykjavík á Kristrúnu RE enn Kristrún RE stundar einungis grálúðunetaveiðar
Sæti | sknr | Nafn | Afli | Landanir | Meðalafli | Veiðarfæri |
10 | 2737 | Ebbi AK 37 | 340.2 | 93 | 3.7 | Net, Sæbjúga |
9 | 1102 | Reginn ÁR 228 | 676.0 | 113 | 5.9 | dragnót, Net |
8 | 173 | Sigurður Ólafsson SF 44 | 1167.4 | 90 | 12.9 | Troll, Net |
7 | 2940 | Hafborg EA 152 | 1438.2 | 113 | 12.7 | dragnót, Net |
6 | 1399 | Patrekur BA 64 | 1509.6 | 88 | 17.1 | Lína,Dragnót |
5 | 2408 | Geir ÞH | 1649.0 | 145 | 11.3 | dragnót, Net |
4 | 1304 | Ólafur Bjarnason SH 137 | 1650.1 | 154 | 10.7 | dragnót, Net |
3 | 1343 | Magnús SH 205 | 1830.8 | 126 | 14.5 | dragnót, Net |
2 | 1028 | Saxhamar SH 50 | 1981.7 | 120 | 16.5 | Dragnót, Net |
1 | 2965 | Bárður SH 81 | 4060.1 | 229 | 17.8 | dragnót, Net |
Bárður SH mynd Vigfús Markússon