Bátar að 8 BT í Desember 2025.nr.2
Listi númer 2
smá fjölgun en núna eru bátarnir fimm og þar af eru þrír frá Sandgerði, Blíða VE kominn af stað á línu með 1,5 tonn í 1
Veður núna það sem af er desember hefur verið frekar slæmt í það minnsta fyrir bátanna í þessum flokki
en áður enn veður breyttinst svona þá fór Hawkerinn GK út og kom með 1,8 tonn í land mest af því ufsi.
eftir bræluskotið þá fóru nokkrir færabátar út frá Sandgerði og einn frá Grindavík og fóru þeir í Röstina
þar sem Hawkerinn GK fékk 1,8 tonnin, en þegar í röstina var komið þá var þar netabáturinn
Friðrik Sigurðsson ÁR sem var svo til búinn að teppaleggja alla Röstina af netum og
færabátarnir sem fóru þangað út þurftu bara að láta sig hverfa með engann afla.

Sella GK mynd Gísli Reynisson
| Sæti | Sknr | Áður | Nafn | Heildarafli | Fjöldi | Mest | Veiðarfæri | Höfn |
| 1 | 7432 | 1 | Hawkerinn GK - 64 | 2.61 | 2 | 1.79 | Handfæri | Sandgerði |
| 2 | 2434 | Blíða VE - 263 | 1.52 | 1 | 1.52 | Lína | Vestmannaeyjar | |
| 3 | 2805 | Sella GK - 225 | 0.71 | 1 | 0.71 | Handfæri | Sandgerði | |
| 4 | 2238 | 2 | Laufey ÍS - 60 | 0.63 | 1 | 0.63 | Handfæri | Flateyri |
| 5 | 7463 | 3 | Líf NS - 24 | 0.46 | 1 | 0.46 | Handfæri | Sandgerði |