Bátar yfir 21 BT í júní.nr.3.2023
Listi númer 3.
Lokalistinn,
nokkuð góður mánuður, en þó var Sandfell SU ekkert á veiðum, en báturinn er búinn að vera í slipp í Njarðvík allan júní mánuð.
Einar Guðnason ÍS með 85 tonn í 6 og endaði aflahæstur í júní.
Hafrafell SU með 94 tonn í 7 róðrum
Særif SH 48 tonn í 3, og það vekur athygli að Særif SH var að róa frá Grindavík og var að eltast við lönguna.
því af þessum 146 tonna afla þá var langa 92 tonn og þorskur aðeins 34 tonn.
Gísli Súrsson GK 71 tonn í 6
Kristján HF 98 tonn í 6 róðrum og hann er að róa frá Bolungarvík sem vekur nokkra athygli.
Gunnar hvernig var þetta.
Særif SH mynd Arnar Laxdal
Sæti | áður | Nafn | Heildarafli | Róðrar | Mesti afli | Höfn |
1 | 2 | Einar Guðnason ÍS 303 | 178.1 | 15 | 21.8 | Suðureyri |
2 | 5 | Hafrafell SU 65 | 169.5 | 12 | 21.7 | Stöðvarfjörður, Vopnafjörður, Neskaupstaður |
3 | 1 | Særif SH 25 | 146.2 | 8 | 22.8 | Grindavík, Bolungarvík, Rif |
4 | 7 | Auður Vésteins SU 88 | 131.3 | 14 | 14.3 | Stöðvarfjörður |
5 | 10 | Gísli Súrsson GK 8 | 126.4 | 13 | 15.5 | Stöðvarfjörður |
6 | 12 | Óli á Stað GK 99 | 118.8 | 18 | 10.3 | Siglufjörður |
7 | 6 | Indriði Kristins BA 751 | 111.9 | 10 | 17.5 | Hafnarfjörður, Tálknafjörður |
8 | 16 | Kristján HF 100 | 110.7 | 8 | 18.9 | Bolungarvík, Hafnarfjörður |
9 | 4 | Fríða Dagmar ÍS 103 | 107.7 | 13 | 11.0 | Bolungarvík |
10 | 8 | Jónína Brynja ÍS 55 | 100.1 | 13 | 10.6 | Bolungarvík |
11 | 11 | Háey I ÞH 295 | 89.8 | 9 | 18.3 | Húsavík, Raufarhöfn, Siglufjörður |
12 | 3 | Sævík GK 757 | 88.2 | 9 | 18.6 | Breiðdalsvík, Grindavík |
13 | 9 | Vésteinn GK 88 | 80.1 | 7 | 15.9 | Stöðvarfjörður |
14 | 13 | Tryggvi Eðvarðs SH 2 | 62.4 | 5 | 18.0 | Ólafsvík |
15 | 15 | Stakkhamar SH 220 | 52.1 | 5 | 13.8 | Rif |
16 | 14 | Öðlingur SU 19 | 46.0 | 6 | 8.6 | Djúpivogur |