Bátar yfir 21 BT í október.2024.nr.5


Listi númer 5
 Lokalistinn

mjög góður mánuðurþ.  12 bátar náðu yfir 200 tonna afla og þar af voru fimm bátar sem voru með yfir 250 tonna afla

Hafrafell SU var með 66,5 tonn í 5 róðrum 
Kristján HF 59 tonn í 4
Auður Vésteins SU 73 tonn í 5
Óli á STað GK 63 tonn í 7

Aflinn hjá Auði og Óla er ansi merkilegur því þessir tveir bátar hafa aldrei náð jafn miklum afla á einum mánuði og þessir
tveir bátar náðu núna í október
Báðir bátarnir fóru í 25 róðra
og aðeins bátarnir frá Bolungarvík fóru í fleiri róðra, Jónína Brynja ÍS og Fríða DAgmar ÍS en báðir bátanna fór í 26 róðra

Særif SH var sá bátur sem þvældist mest um, Frá Hornafirði og alla leið til Tálknafjarðar, var með afla í alls fimm höfnum 
20,9 tonn á Hornafirði í einni löndun 
19,9 tonn í 2 í Þorlákshöfn
83,6 tonn í 6 í SAndgerði 
3,7 tonn í einni löndun á Rifi
31,2 tonn á Tálknafirði í 2 róðrum 


Hafrafell SU mynd Loðnuvinnslan


Sæti áður Nafn Heildarafli Róðrar Mesti afli Höfn
1 2 Hafrafell SU 65 265.0 20 24.4 Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
2 1 Kristján HF 100 261.1 17 23.7 Vopnafjörður, Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
3 5 Auður Vésteins SU 88 257.5 25 15.6 Neskaupstaður, Stöðvarfjörður, Hornafjörður
4 3 Óli á Stað GK 99 251.2 25 13.9 Skagaströnd
5 4 Tryggvi Eðvarðs SH 2 250.2 22 20.3 Skagaströnd, Sauðárkrókur
6 7 Einar Guðnason ÍS 303 226.5 22 13.1 Suðureyri
7 9 Fríða Dagmar ÍS 103 223.1 26 12.8 Bolungarvík
8 6 Indriði Kristins BA 751 219.5 15 20.0 Tálknafjörður, Bolungarvík
9 8 Jónína Brynja ÍS 55 219.0 26 12.1 Bolungarvík
10 10 Háey I ÞH 295 207.1 13 24.8 Raufarhöfn, Húsavík
11 12 Fjølnir GK 757 205.7 21 17.8 Neskaupstaður, Eskifjörður, Stöðvarfjörður
12 13 Vigur SF 80 203.6 12 21.5 Neskaupstaður
13 11 Sandfell SU 75 197.5 20 18.1 Neskaupstaður, Eskifjörður
14 17 Kristinn HU 812 169.1 19 13.3 Ólafsvík, Arnarstapi
15 14 Stakkhamar SH 220 169.1 14 18.5 Rif
16 19 Gísli Súrsson GK 8 168.3 16 17.0 Stöðvarfjörður, Neskaupstaður
17 15 Særif SH 25 159.6 12 21.0 Sandgerði,Tálknafjörður, Hornafjörður, Þorlákshöfn, Rif
18 18 Gullhólmi SH 201 136.1 10 18.6 Rif
19 16 Vésteinn GK 88 121.4 12 13.4 Stöðvarfjörður, Hornafjörður, Neskaupstaður
20 20 Dúddi Gísla GK 48 66.6 12 7.1 Grindavík
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisso