Bátarnir á Siglufirði,,2018
Siglufjörður. Eitt sinn var í mörg ár Siglufjörður ein stærsta löndunarhöfn landsins í afla. það var á þeim árum þegar að loðnuverksmiðjan var í fullum gangi .
Sömuleiðis er oft minnt á síldarævintýrið sem var í bænum. Það var reyndar líka mikil síldarsöltun á Raufarhöfn þótt það sé ekkert fjallað um eða minnst þess eins og er gert á Siglufirði,
Tók smá labbitúr hérna um bryggjuna. einungis smábátar í höfn
Einn ansi merkilegur bátur hérna í höfninni. En hann heitir Viggó SI og er smíðaður árið 1979 á Skagaströnd,
svipaður bátur og t.d Sindri RE og Sunna Líf KE,
Síðan Viggó SI var smíðaður 1979 þá hefur báturinn verið gerður út frá Siglufirði öll þessi ár og hefur meira segja heitið sama nafninu öll þessi ár,
það er afar sjaldséð meðal smábáta að þeir haldi nafni sínu svona lengi eins og Viggó SI. Aflafrettir er kunnugt um aðeins 2 aðra smábáta sem hafa haldið sama nafni sínu í yfir 30 ár. Litlitindur SU og Sindri RE sem er systurbátur Viggós ´SI,
Sömuleiðis er hérna bátur sem heitir Mávur SI. Þetta nafn Mávur SI var í ansi mörg ár á 11 tonna bátalónsbáti sem hét Mávur SI
Leyfi bara myndunum að tala sínu máli.
Viggó SI
Myndi Gísli Reynisson