Bátasúpa 2. Hafdís SK 4

já í kjölfar þess að Hraðfrystihús Hellissands kaupir nýjan bát sem  heitir Hildur SH 777


þá selur fyrirtækið bátinn Gunnar Bjarnason SH sem er einn af 9 bátum sem komu til landsins árið 2001

svokallaðir kínabátar, og er Gunnar Bjarnason SH seldur til FISK seafood á Sauðárkróki.

FISK keypti í vor 2024 bátinn Hafborgu EA , sem áður var Stapavík AK, og lét bátinn heita Hafdís SK 4.

og var með bátinn á dragnót, mjög vel gekk hjá Hafdísi SK, og núna mun Gunnar Bjarnason SH koma í staðinn fyrir Hafdísi SK

Reyndar þá fer nýja Hafdís SK ekki til veiða strax, heldur mun báturinn fara til Njarðvíkur í slipp, en töluvert mikið 

á að gera fyrir bátinn.  til dæmis skipta um aðalvél.  setja nýja ljósavél.  nýr dekkkrani, og ný og endurbætt aðgerðaraðstaða

Gamla Hafdís SK sem er með skipaskrárnúmerið 2323 hefur verið seldur og það kemur fram í bátasúpu númer 3.



Gunnar Bjarnason SH verður Hafdís SK 4, mynd Þröstur Albertsson