Bátasúpa 3. Grímsey ST
og áfram höldum við.
HH á hellissandi kaupir nýjan bát, sem mun fá nafnið Hildur SH.
Selur Gunnar Bjarnason SH sem mun fá nafnið Hafdís SK,
og FISK seafood á Sauðárkróki selur 2323, Hafdísi SK til Drangsnesar.
í raun má segja að þessi bátasúpa sem myndast við það að HH kaupir nýjan bát endi á vægast sagt mjög athygilsverðan hátt
því að 2323 hefur verið seldur til Drangsnes , og mun þar koma í staðinn fyrir 741. Grímsey ST 2
ÞEssi bátur Grímsey ST er einn af elstu stálbátum á Íslandi, en þeir eru núna þrír bátarnir sem eru hérna á landinu
sem eru smíðaðir á svipuðum tíma. það er Maron GK sem er smíðaður 1955 í Hollandi. Hafrún HU sem er smíðaður 1956 í Hollandi og
síðan Grímsey ST sem er líka smíðaður í Hollandi árið 1955, en reyndar í annari skipasmíðastöð, en Maron GK og Hafrún HU
voru smíðaðir í sömu stöðinni.
ST 2 ehf sem gerir út Grímsey ST hefur átt núverandi Grímsey síðan árið 1997, en báturinn var keyptur frá Ólafsvík þar sem báturinn hét
Auðbjörg II SH. Grímsey ST er með kvóta í Húnafjarðarrækjunni, en það hefur reyndar ekki verið veiðar á rækju
í Húnaflóa í töluvert langan tíma.
Báturinn Grímsey ST leggur upp afla hjá Fiskvinnsluni Drangi á Drangsnesi , en ST 2 ehf á hlut í þeirri fiskverkun.
741 verður settur á sölu, en í gegnum árin þá hefur verið mjög vel hugsað um bátinn og þó báturinn
sé orðin 69 ára gamall þá er ástandið á bátnum mjög gott
Hafdís SK mynd Þorgrímur Ómar Tavsen
Grímisey ST mynd Jón Halldórsson