Bátunum fjölgar fyrir sunnan

Núna er bátunum tekið að fjölga sem eru á línuveiðum við Suðurnesin.


framan af október og nóvember þá voru minni bátarnir á veiðum utan við Sandgerði og líka Grindavík.

en þegar leið undir lok Nóvembers og núna í desember þá eru svo til flesti stærri línubátanna komnir suður,

Páll Jónsson GK, Sighvatur GK og Fjölnir GK eru allir komnir suður og hafa verið við veiðar í faxaflóanum og utan við SAndgerði.

Gísli Súrsson GK var fyrsti Einhamars báturinn sem kom suður af þeim bátum, og þegar þetta er skrifað 

þá er Vésteinn GK líka á suðurleið.  

Hulda GK er líka kominn og er hún við veiðar utan við Grindavík.

Þá eru ekki margir bátar eftir . Óli á Stað GK og Geirfugl GK eru ennþá fyrir norðan sem og Gulltoppur GK.

kanski það dapurlegasta við þetta allt er að enginn bátur sem stundar línuveiðar er í einstaklingseigu.  allt eru þetta bátar sem stærri fyrirtækin eiga.

spurning hvort að tími línubáta sem einstaklingar eiga sé liðin á Suðurnesjunum ,



Gísli Súrsson GK mynd Vigfús Markússon