Bátur nr 239. Örvar SH árið 2001
Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,
ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt. bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,
þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,
margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu
Þessi bátur er númer 36 sem ég skrifa um.
Þessi bátur átti sér útgerðarsögu alveg til ársins 2016 og var númer 239 og hét árið 2001. Örvar SH 177.
Bátur þessu var reyndar lengst gerður út undir nafninu Vestri BA því að báturinn var á Patreksfirði í um 21 ár þar til að báturinn var seldur til Rifs og fékk þar nafnið ÖRvar SH. eftir að báturinn var seldur þá fékk hann nafnið Kristbjörg og var með því nafni sem ÍS, ÁR og HF, og endaði sem netabátur fyrir Hólmgrím Sigvaldason og hét þar Tjaldanes GK. gírinn í bátnum bilaði mjög alvarlega árið 2016 og var í framhaldinu af því báturinn sendur í brotajárn,
kíkjum á árið 2001,
Vertíðin,
ÖRvar SH stundaði línuveiðar með bölum og var janúar ansi góður, 160 tonn í 14 rórðum og mest 17,5 tonn.
Örvar SH skipti yfir á netin um miðjan febrúar og komst mest þá í 28 tonn í róðri,
mars var nokkuið góður eða 278 tonn í 22 róðrum og nokkra daga í apríl þá réri báturinn,
Vertíðin ansi góð eða 649,2 tonn í 57 róðrum,
Sumar,
Báturinn réri seinnipartinn í maí á netum og gekk ansi vel 144 tonn í 13 róðrum, Örvar SH var síðan á netum í um 2 vikur í júní og síðast stopp þangað til um 20 ágúst þegar að báturinn hóf netaveiðar aftur.
Haust
Örvar SH var á netaveiðum fram í miðjan nóvember þegar að skipt var yfir á línuna,
mokveiði var framan af nóvember og landaði báturinn um 100 tonnum í 3 róðrum og mst 44 tonn í róðri á netum ,
í desember þá var báturinn alfarið á línu með bölum og gekk nokkuð vel. 86 tonní 8 rórðum
Heildaraflinn árið 2001,
1202,6 tonn í 112 róðrum eða 10,7 tonn í róðri,
Örvar SH mynd Guðni Sigurðsson