Bátur nr 464. Þorri VE árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 58 sem ég skrifa um.

Hérna kemur bátur sem var smíðaður í Neskaupstað árið 1960 og þrátt fyrir langan aldur á sjó þá átti báturinn ekki svo mörg nöfn,

ÞEssi bátur var númer 464 og  hét árið 2001.  Þorri VE 50.
Þegar að báturinn var smíðaður þá hét báturinn fyrst Gnýfari SH og var með því nafni í 14 ár, þangað til að báturinn var seldur til Dalvíkur og þar átti báturinn sér mjög landað sögu.  Hann hét þar Haraldur EA frá árinu 1974 til ársins 1991 eða í 17 ár.  þá kom báturinn til Vestmannaeyja og hét þar fyrst ÁGústa Haraldsdóttir VE, síðan Narfi VE og að lokum Þorri VE.,

Vertíðin ,
 Hún var ekki stór.  báturinn hóf veiðar í febrúar og landaði aðeins 11,4 tonn í 5 og í mars 45 tonn í 12.

Vertíðar aflinn aðeins 56 tonn í 17 róðrum ,

 Humarinn.
 Þorri VE var á humri um sumarið og ekki nóg með það því að báturinn var á humarveiðum alveg fram í október og er Þorri VE fyrsti báturinn í þessum skrifum mínum um bátanna árið 2001 sem var á humri fram í október.  

Humarinn var alls 10,1 tonn og mest 1,4 tonn af humri.

Best var í september 23 tonn í 6 róðrum fiskur og humar,

Heildaraflinn var ekki mikill árið 2001,

145,3 tonn í 43 róðrum ,


Þorri VE (Þarna sem ÁGúst Haraldsdóttir VE) Mynd Tryggvi Sigurðsson