Bátur nr 573 Hólmsteinn GK árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 65 sem ég skrifa um

Hérna kemur einn bátur sem allir Suðurnesjamenn þekkja og þótt víðar væri leitað.

Bátur þessi var númer 573 og hét árið 2001.  Hólmsteinn GK 20.

Bátur þessi átti mjög langa sögu í fiskveiðum á ÍSlandi því að báturinn var smíðaður árið 1946 í Hafnarfirði og var gerður út til ársins 2007 eða í 61 ár 

og á þessum tíma þá var báturinn aðeins með 2 nöfn.  fyrst Hafdís GK í 12 ár og síðan Hólmsteinn GK í alls 49 ár.

Síðuritari man mjög vel eftir þessum báti og sá hann oft koma og fara til Sandgerðis en Sandgerðishöfn var aðal löndunarhöfn bátsins í öll þessi ár.  

Fallegur bátur sem ennþá nýtur sín, því að báturinn er uppá landi rétt við Garðskagavita og lítur glæsilega út þar.

en kíkjum á árið 2001.

 Vertíðin,

 Hún var frekar légleg eins og hjá mörgum öðrum bátum,

Janúar 29 tonní 16

Febrúar svipaður og Mars 56 tonní 19.

Vertíðarafli alls 109 tonní 51.

Hólmsteinn GK réri aðeins í mai og landaði 7,5 tonní 5.

Haust.

 Engum afla var landað um sumarið.  Hólmsteinn GK fór á veiðar í október og var með 6,8 tonní 11

Nóvember 17,3 tonní 13 og Des 12,3 tonní 12


Heildraflinn frekar lítill ekki nema 152,9 tonní 92 róðrum ,Hólmsteinn GK mynd Hafþór Hreiðarsson