Bátur nr 671. Máni GK árið 2001
ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt. bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,
þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,
margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu
Þessi bátur er númer 73 sem ég skrifa um
Það eru ekki margir bátar sem ég hef skrifað um í þessum pistlum mínum sem hafa heitið sama nafinu öll sin útgerðarár.
en þessi bátur gerði það. Hann var númer 671 og hét Máni GK 36, og þessi nafni hélt báturinn alla síðan tíð frá því árið 1959 og til ársins 2007 þegar að hann var eyðilagður
Máni GK var í útgerð til ársins 2003 og var því gerður út í alls 44 ár samfleytt undir sama nafni
og alltaf frá Grindavík,
Það sem meira er að lengi vel þá var sama útgerðarmynstur á bátnum ár eftir ár.
lína í janúar, febrúar. Net í mars apríl og mái. Humar um sumarið og lína um haustið
Annar bátur í Grindavík sem var með sama nafni í mörg ár var með nákvæmlega sama útgerðarmynstri og þessi bátur og hét sá bátur Már GK.
Vertíðin
Engum afla landað
Sumar
Máni GK fór á trollið í júní og landaði 5,6 tonn í 1
var á trolli frá því í júní og alveg fram til 31.desember
best var í nóvember þegar að báturinn landaði 22 tonnum í 4 róðrum og mest 7 tonn,
Heildaraflinn ansi lítill
ekki nema 57,6 tonn í 17 róðrum allt tekið á troll,
Máni GK Mynd Hafþór Hreiðarsson