Bátur nr 711. Ólafur Magnússon HF árið 2001
ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt. bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,
þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,
margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu
Þessi bátur er númer 74 sem ég skrifa um
Þessi bátur var smíðaður á íslandi nánar tiltekið í Njarðvík árið 1956. og hafði svo til sama nafnið í ansi mörg eða mest öll sín ár í útgerð á íslandi,
þessi bátur var númer 711 og hét árið 2001. Ólafur Magnússon HF.
Hans fyrsta nafn var Ólafur Magnússon KE og var með það nafn í 20 ár.
Síðan í smá stund Ólafur Magnússon ÁR í um eitt ár,
og var síðan lengi á Skagströnd með nafni Ólafur Magnússon HU . Var á Skagaaströnd í um 20 ár.
Arið 2001
Ekki var nú mikil útgerð á þessum báti árið 2001,
Ólafur Magnússon HF réri ekkert fyrr enn í september og landaði þá 4,6 tonnum af lúðu í 2 róðrum ,
var síðan á netum frá Sandgerði um haustið og gekk það frekar rólega.
desember var 8,6 tonní 11 róðrum ,
Heildaraflinn hjá bátnum árið 2001 var ekki mikil
einungis 15,9 tonní 16 róðrum ,
Ólafur Magnússon HF mynd Hafþór Hreiðarsson mynd tekin í SAndgerðishöfn