Bátur brann og sökk í Vogum,2019
Mikill eldur kom upp í báti sem lá við bryggju í Vogunum í nótt. Slökkvilið frá Brunavörnum Suðurnesja kom á vettvang um klukkan 5 í nótt og logað þá báturinn alveg niður í kjölin,
mjög mikill eldur var í bátnum og á endanum þá sökk báturinn við bryggju í Vogunum .
Báturinn sem þarna brann var Gulltoppur sem var farþegabátur og var keyptur til landsins fyrir nokkrum árum síðan til Farþegaflutninga
og þá aðalega varðandi hvalaskoðun.
Báturinn var smíðaður úr eik og var 26 metra langur og um 5 metra breiður.
Þar sem báturinn lá við bryggju í vogunum þá urðu mjög miklar skemmdir á hafnarmannvirkjun sem báturinn lá við.
t.d skemmdust bryggjukantar mjög mikið og allar rafmagnslagnir eru ónýtar.
t.d skemmdist rafmagnskassi sem við við endan á bryggjunni því hitinn frá eldinum bræddi allt sem inn í kassanum var.
Vignir hafnarstjóri í Vogunum sagði að tjónið væri umtalsvert og gæti skriðið um og yfir eina milljón.
Tryggingar taka núna við flakinu af bátnum enn hann verður tekinn upp eða það sem eftir er að bátnum,
Hérna að neðan eru myndir sem AFlafrettir tóku núna í morgun sárið og sjást t.d skemmdir mjög vel á bryggjunni.
eina sem stendur uppi af bátnum
Myndir Gísli reynisson
Gulltoppur Mynd Magnús Þór Hafsteinsson