Bátur nr. 102. Siggi Bjarna GK árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 14 sem ég skrifa um.

Þessi bátur átti sér ansi langa sögu og þótt báturinn hafi ekki verið stór, rétt um 124 tonn að stærð og 26 metra langur þá gekk bátnuim nokkuð vel að fiska.  

Þessi bátur var með númer 102 og hét árið 2001.  Siggi Bjarna GK og er þetta fyrsti báturinn sem stundaði dragnótaveiðar allt árið sem fjallað er um.

 Vertíðin,
 Hún var ekkert sérstök.  Siggi Bjarna GK var með 67 tonn í 12 róðrum í janúar og 66 tonní febrúar,

Mars var ágætur en þó var það þannig að báturinn hætti veiðum 15 mars og fór ekki aftur á veiðar fyrr enn undir lokin á maí,

í mars þá landaði báturinn 135,3 tonn og mest 25,3 tonn, þessi afli var í 11 róðrum,

Vertíðarafli 268 tonn,

 Sumarið,

 Siggi Bjarna GK byrjaði seint í júní og réri allan júlí og hlut af ágúst,

júlí mánuður var ágætur.  landaði þá báturinn 103,4 tonní 13 róðrum og mest 26,5 tonn,

Sumarið var alls 145 tonn,

 Haustið,

 enginn mokveiði og landaði báturinn alls 174 tonnum um haustið og var september besti mánuðurinn 83 tonní 16 róðrum,

Alls var afli bátsins árið 2001 því  587 tonn í 106 róðrum eða 5,5 tonn í róðri,


Siggi Bjarna GK Mynd Hafþór Hreiðarsson