Bátur nr. 124. Gaukur GK árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 16 sem ég skrifa um.

Þessi bátur var mjög lengi í Grindavík eða í 25 ár  og var þessi bátur með númerið 124 og hét Gaukur GK í Grindavík og báturinn hét þessu nafni árið 2001.  Hólmgrímur Sigvaldason keypti síðan bátinn árið 2003 og gerði bátinn út til ársins 2008 og hét þá báturinn Tjaldanes GK,

Árið 2001 var síðasta árið sem að báturinn var gerður út undir þessi nafni Gaukur GK,

 Vertíðin,

 Hún var nokkuð góð.  aflinn í janúar var 143 tonn í 12 róðrum og mest 20 tonn í rórði,

Febrúar var þokkalegur um 92 tonn,

Mars var feikilega góður og var aflinn 420 tonní 14 róðrum eða 30 tonn í róðri.  og stærsti róðurinn var gríðarlega stór því að báturinn landaði 70 tonnum í einni löndun 

Vertíðaraflinn alls 654 tonní 37 róðrum


 Humar,

 Báturinn stundaði humarveiðar um sumarið og landaði alls 173 tonnum í 15 róðrum og af þvi þá var humar 27,5 tonn,

Gaukur GK stundaði ekki meiri veiðar þetta árið ,

Heildaraflinn 827,5 tonn í 51 róðrum 



Gaukur GK mynd Tryggvi Sigurðsson