Bátur nr 155. Jón Kjartansson SU árið 2001
Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,
ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt. bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,
þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,
margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu
Þessi bátur er númer 21 sem ég skrifa um
Þessi bátur eða skip var feiklegt aflaskip alla sína tíð við Ísland. báturinn var með númerið 155 og hét árið 2001. Jón Kjartansson SU enn hafði byrjað sína tíð sem Narfi RE og var fyrsta fiskiskipið á íslandi sem var með frystingu um borð. hluti af afla skipsins þegar hann hét Narfi RE var nefnilega frystur um borð og silgdi Narfi RE oft erlendis með frystan fisk.
Skipið var lengi á Eskifirði og gert út þaðan, mest undir nafninu Jón Kjartansson SU og var meðal annars breytt í þá veru sem er á myndinni.
Skipið var síðan selt til HB granda og fékk nafnið Lundey NS og var síðan selt erlendis 2016 og er búið að liggja í Noregi núna í um 2 ár.
Kíkjum á árið 2001.
Loðnan
Jón Kjartansson SU átti ansi góða loðnuvertíð. landaði alls 26680 tonnum af loðnu í 20 löndunum eða 1334 tonn í löndun,
mest var landað í mars 10177 tonnum í 7 löndunum eða 1453 tonn í löndun,
kolmuni.
Eftir loðnuvertíðina þá fór skipið á kolmuna og var á kolmuna alveg frá því í enda maí og fram í lok nóvember, ansi langur tími á kolmuna.
kolmuna afli skipsins var mjög mikill eða rúm 37 þúsund tonn,
Heildaflinn hjá skipinu árið 2001 var mjög mikill
eða 63919 tonn eða tæp 64 þúsund tonn. í 50 löndunum eða 1278 tonn í löndun,
Jón Kjartansson SU Mynd Sigmar Ingólfsson