Bátur nr 158. Oddgeir ÞH árið 2001
Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,
ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt. bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,
þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,
margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu
Þessi bátur er númer 22 sem ég skrifa um
Þessi bátur var með númerið 158 og hét árið 2001, Oddgeir ÞH . Oddgeir ÞH átti sér langa útgerðarsögu frá Grindavík sem var hans aðalalöndunarhöfn þótt að báturinn væri skráður frá Grenivík.
Eitt helsta veiðarfæri bátsins síðustu árin undir nafninu Oddgeir ÞH var troll, og stundaði báturinn trollveiðar allt árið 2001.
Saga bátsins endaði árið 2006 þegar að báturinn sem þá hét Baldur Árna :ÞH var sendur í brotajárn. báturinn var með sama númer ÞH 222 undir báðum nöfnunum.
Lítum á árið 2001.
Vertíðin,
Báturinn var á trolli alla vertíðina og gekk nokkuð vel. landaði alls 470 tonnum í 23 róðrum og var mars ansi góður. þá landaði báturinn 270 tonnum í 10 róðrum og mest 56 tonn.
mjög stór hluti af þessum afla fór í gáma, eða um 300 tonn af 470 tonna afla,
Sumarið,
Var feikilega gott. landaði báturinn um 580 tonnum yfir sumarið frá því um miðjan maí og til loka ágúst. Reyndar þá landaði báturinn aðeins 24 tonn í ágúst í einni löndun því að báturinn var stopp
júní var mjög góður því þá landaði báturinn 256 tonnum í aðeins 9 róðrum eða 28 tonn í róðri,
mokveiði var í júlí því þá landaði báturinn 140 tonnum í aðeins 3 róðrum eða 47 tonn í róðri og var stærsti róðurinn 75 tonn og af þeim afla þá fóru 60 tonn í gáma,
Haustið,
Var frekar rólegt, september var góður, 170 tonna afli í 5 róðrum og réstin var í kringum 100 tonnin,
Heildaraflinn árið 2001 var ansi góður. eða 1438 tonn í 57 róðrum eða 25 tonn í róðri, Stór hluti af þessum afla var sendur erlendis til sölu með gámum,
Oddgeir ÞH Mynd Tryggvi Sigurðsson