Bátur nr 162. Arnar SH árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 23 sem ég skrifa um

Þessi bátur var með nokkuð mörg nöfn í gengum sína tíð og var númer 162.  hét árið 2001. Arnar SH, og endaði ævi sína árið 2007 í Hafnarfirði sem skólabátur og hét þá Fagriklettur HF.   

Arnar SH stundaði veiðar með netum og með gildru og var þá að veiða beitukóng og má segja að Arnar SH sé með stærri bátum ef ekki sá stærsti sem hefur verið að stunda veiðar með gildrum hérna við landið,

 Vertíðin

 Báturinn stundaði netaveiðar frá Stykkishólmi og var veiðin ekkert sérstök.  heildarvertíðarafli var 313 tonn í 49 róðrum og var mars skásti mánuðurinn 134 tonn í 16 róðrum.  mest 17,5 tonn,

 Beitukóngur,

 Arnar SH fór að stunda beitukóngsveiðar  í júlí og stundaði þær veiðar alveg fram í miðjan nóvember.  gengu þær veiðar nokkuð vel og var september stærsti mánuðurinn því þa´landaði báturinn 78 tonnumí 20 róðrum ,
Október var líka góður og landaði báturinn þa´71 tonni í 19 róðrum,

Beitukóngs aflinn var 280 tonn í 85 róðrum,,

Eftir þær veiðar fór báturinn á netaveiðar í desember


Heildaflinnn 679 tonní 156 róðrum eða 4,3 tonn í róðri,  og öllum aflanum var landað á Stykkishólmi,


Arnar SH Mynd Tryggvi Sigurðsson