Bátur nr 163. Eyjaberg GK 130. árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 24 sem ég skrifa um

Þessu bátur var með númerið 163 og hét árið 2001,  Eyjaberg GK 130.  bátur þessi hafði á sinni sögu sem spann um 48 ár heitir ansi mörgum nöfnum eða í kringum 14 nöfn,  Lengst var hann Hamraberg VE eða  í um 8 ár, það var á árunum í kringum 1970.  
Útgerð bátsins árið 2001 samanstóð af alls fjórum veiðarfærum og var báturinn einn af þeim sem fór að stunda lúðuveiðar yfir sumarið og þótt að aflinn hafi ekki verið mikill yfir árið þá hefur aflaverðmæti bátsins verið örugglega ansi gott, því að auk þess að stunda lúðuveiðar þá var ansi mikill hluti af aflanum settur út í gáma.  og t.d var stór hluti af lúðunni sendur út í gáma,

 Vertíðin,

Hún var nú ekki merkileg, landaði 2,6 tonni í Sandgerði í janúar í einni löndun á trolli og fór það svo til allt í gáma,

Í febrúar þá fór báturinn til Patreksfjarðar og fór að stunda línuveiðar og landaði í febrúar 19,9 tonnum í 5 róðrum 

Mars var ágætur landaði báturinn 44 tonnum í 11 róðrum,

Vertíðarafli var nú ekki mikill eða aðeins 66 tonn,

 Lúða

Báturinn hóf veiðar í júní á lúðu og landaði 7,1 tonní 5 róðrum 

júlí var 11 tonní 6 róðrum  og ágúst 6,3 tonní 4 róðrum 
alls var lúðuaflin hjá bátnum 24 tonn.

 Haustið.
 Báturinn stundaði dragnótaveiðar fram í miðjan nóvember og ekki er hægt að segja að báturinn hafi fiskað mikið.  alls 19 tonn til miðjan nóvember.  október var aðeins 8,7 tonní 6 roðrum,

í Desember þá fór báturinn á troll og gekk það ansi vel.  landaði báturinn 15,1 tonni í 4 róðrum,

Heildaraflinn árið 2001 var mjög lítill eða  125 tonní 51 róðrum en aflaverðmætið hefur verið ágætt


Eyjaberg GK þarna Eyjaberg SK.  Mynd Hafþór Hreiðarsson