Bátur nr 168. Aðalvík SH 443 árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 25 sem ég skrifa um

Þessi bátur var einn af svokölluðum tappatogurum og hét þessi bátur fyrst Pétur Thorsteinsson BA og var gerður út frá Bíldudal.  

Bátur þessi var með númer 168 og hét árið 2001.  Aðalvík SH 443.  og var báturinn gerður út undir þessi nafni í um 4 ár og fékk þá annað nafn í það minnsta í skráingu og var það Sigurður G. S. Þorleifsson SH 443, enn það nafn var aldrei sett á bátinn.  Endaði báturinn ævi sína í brotajárni í Belgíu þegar að annar tappatogari Óskar RE dró bátinn til Belgíu,

Þessi bátur hét lengi vel Páll ÁR og stundaði trollveiðar frá Þorlákshöfn og var þá Gunnar Egilsson skipstjóri á bátnum, og Gunnar þessi var lengi vel að keppa í torfæru á Íslandi,

Þegar að smuguveiðar voru komnar á fullt og margir íslenskir togarar fór til veiðar í Smugunni þá gerði Gunnar sér lítið fyrir og fór nokkrar veiðiferðir á þessum báti ., Pál ÁR í smuguna. og var Páll ÁR eini Íslenski trollbáturinn sem fór þarna uppeftir til veiða.

 Sumarið.
Báturinn hóf veiðar í ´juní á trolli fyrir í Ólafsvík og gekk bátnum virkilega vel að veiða.

Í júní þá landaði báturinn 129 tonnum í 3 róðrum og mest 69,9 tonn,

júlí var feikilega góður.  landaði báturinn 235,5 tonní aðeins 5 róðrum eða 47 tonn í róðri og mest 72,5 tonní róðri,


Sumarið var alls um 453 tonn,

 Haustið,
 
Báturinn hélt áfram trollveiðum fram í enda nóvember en fór þá á net í desember, var t.d með í október 144 tonní 4 róðrum og mest 52,5 tonn,

Þrátt fyrir að hafa einungis verið gerður út í um 6 mánuði þá var heildaraflinn hjá ´batnum verulega góður,

eða alls 769 tonn í aðeins 22 róðrum eða 35 tonn í róðri,


Aðalvík SH Mynd Hilmar Bragason