Bátur nr 173, Sigurður Ólafsson SF árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 26 sem ég skrifa um

Þennan bát könnust við öll við.  Hann er númer 173 og hét Sigurður Ólafsson SF árið 2001 , og heitir þessi nafni ennþá þann árið 2018.  í raun þá er þetta fyrsti báturinn af þessum 26 sem ég hef skrifað um sem heitir sama nafni og árið 2001.  Bæjarprýði Hornafjarðar má segja.  báturinn alltaf eins og mubla og blasir við manni þegar ekið er að bryggjunni á Hornafirði,

 Vertíðin.
 Báturinn hóf ekki veiðar fyrr enn í febrúar og var veiðin frekar lítil í febrúar einungis 22,5 tonní 9 róðrum,

Mars var örlítið skárri, aflinn 214 tonn í 20 róðrum og mest 35,2 tonn,

Vertíðaraflinn mjög lítill einungis um 240 tonn,

 Humarinn.

 Sigurður Ólafsson SF hefur öll árin á þessari öld stundað humarveiðar yfir sumarið og þetta sumar 2001 var enginn undantekning.  báturinn hóf humarveiðar í lok maí og var á þeim veiðum fram í miðjan ágúst.  fór svo á smá humarveiðar í nóvemberlok og fram í miðjan desember

Humaraflinn var ekki mikill eða 40,4 tonn.

um haustið þá var aflinn 83 tonní 15 róðrum sem allt var tekið á trolli auk þess 4 róðrar á humri,

Heildaraflinn 466 tonní 58 róðrum 


Sigurður Ólafsson SF mynd Viðar Sigurðsson