Bátur nr 182. Grettir SH árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 27 sem ég skrifa um

Þessi bátur er númer 182, og er ennþá gerður út árið 2018.  báturinn hét Grettir SH árið 2001 og var með það nafn í nokkuð mörg ár frá STykkishólmi.  í dag þá heitir báturinn Vestri BA og er gerður út frá Patreksfirði.  
Báturinn var smíðaður árið 1963 í Noregi og hét fyrst Sigurður Jónsson SU og var gerður út frá Breiðdalsvík

Grettir SH stundaði hörpuskelsveiðar mesta hluta ársins 2001 og veiddi mjög vel af því,

 Vertíðin,

 Vertíðaryfirlitin miðast einungis við bolfiskveiðar og því er ekki talinn með skel aflinn sem báturinn veiddi í janúar og febrúar.  

Grettir SH var á skel fram í miðjan febrúar og fór svo yfir á netin,  netaveiðarnar voru frekar tregar, var mars aflinn 116 tonn í 17 róðrum,

vertíðaraflinn var ekki nema 140 tonn af bolfiski,

Sumarið

 Grettir SH stundaði netaveiðar um sumarið og var t.d með 93 tonn í 17 róðrum í júni.

í júilí þá fór báturinn á troll og landaði 63 tonnum í 4 róðrum og mest 25,7 tonn,

 Skelveiðar,
 Skelveiðarnar gengu mjög vel og landaði báturinn 214 tonn í 21 róðrum 

Um haustið 2001 þá veiddi báturinn mjög vel og landaði yfir 800 tonnum fram í 20 desember þegar að báturinn hætti veiðum,
mestu var landað í október 234 tonnum í 23 róðrum,

Heildarafli bátsins árið 2001 var 1449 tonn í 156 róðrum 

og af því þá var skel um 1100 tonn af þessum afla,


Grettir SH Mynd Grétar Þór