Bátur nr. 183. Sigurður VE árið 2001
Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,
ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt. bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,
þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,
margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu
Þessi bátur er númer 28 sem ég skrifa um.
Þennan bát eða loðnuskip, gamla síðu togara kannast allir við. hann var númer 183. og hét árið 2001. Sigurður VE. skip þetta var einn af stóru síðutogurunum og hét alla sína tíð nafninu Sigurður. hafði mismunandi endingu, ÍS , RE og VE. var lengst af RE.
Sigurður var smíðaður árið 1960 og stundaði botnfiskveiðar fram til ársins 1974 þegar skipið hóf nótaveiðar , 1976 var byggt yfir skipið og jókst burðargetan þá úr um 900 tonnum upp í um 1500 tonn,
Vertiðin
Sigurður VE stundaði loðnuveiðar um veturinn og gekk það mjög vel. í þessum pistum mínum þá er Sigurður VE þriðja loðnuskipið sem fjallað er um. fyrstur var Júpiter RE, næstur var Guðrún Þorkelsdóttir SU og núna Sigurður VE.
Sigurður VE gekk feikilega vel á loðnuvertíðinni og landaði um 31 þúsund tonnum og var því aflahæstur af þessum loðnuskipum sem skrifað hefur verið um. í mars þá mokveiddi skipið og landaði tæpum 17 þúsund tonnum í 13 löndunum
Sumarið
Sigurður VE stundaði síldveiðar í júní og landaði 4941 tonn í 4 löndunum og mest um 1500 tonn í einni löndun
fór síðan á loðnu í júlí og landaði 7341 tonní 7,
Haustið
Eftir sumarið þá var Sigurður VE ekkert gerður út fyrr enn í desember þegar að Sigurður VE landaði um 2519 tonn í 3 róðrum ,
Heildaraflinn hjá Sigurði VE árið 2001 var því nokkuð góður þótt að lítið hafi verið veitt um haustið,
aflinn alls rúm 46 þúsund tonn í 39 löndunum eða 1181 tonn í löndun,
Sigurður VE mynd Jóhann Jónsson