Bátur nr 220. Víkingur AK árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 31 sem ég skrifa um.

Þetta skip er fjórða uppsjávarskipið sem ég skrifa um.  fyrst var 130. júpiter RE.  síðan 155.  Guðrún Þorkelsdóttir SU, 183 Sigurður VE og núna 220.  Víkingur AK,

Sigurður VE og Víkingur AK voru svo til systurskip og áttu sér svipaða sögu.  Víkingur AK byrjaði eins og Sigurður VE sem síðutogari og var á þeim veiðum fram til ársins 1977 þegar að skipinu var breytt í nótaskip,

Víkingur AK hélt nafni sínu og númeri alla sína lífstíð.  skipinu var lagt árið 2014 og fór í brotajárn í Danmörku skömmu síðar.  það má geta þess að síðueigandi Gísli reynisson fór til Danmerkur og náði að fara í stöðina þar sem að Víkingur AK var rifin niður og myndaði skipið í síðustu dögum sínum,

Lítum á árið 2001. og ef þið viljið skoða hin skipin þá eru þau hérna í þessum flokki gömul skip á Aflafrettir þar finnið þið t.d um Sigurð VE,

 Vertíðin,
 Víkingur AK byrjaði árið 2001 á því að fara á síldveiðar og landaði 900 tonn af síld í 2 löndunum ,

fór svo á loðnu og landaði 3070 tonnum í 3 löndunum,

Febrúar var mjög góður og landaði skipið 12771 tonnum í 10 róðrum eða 1277 tonn í róðri,

Mars var líka mjög goður og landaði skipið 14746 tonnum í 12 túrum.  Sigurður VE var með örlítið meiri afla,

Loðnuaflinn á vertíðinni var ansi góður, eða rúm 30 þúsund tonn,

 Sumarið,
 Víkingur AK byrjaði júní á því að stunda síldveiðar og landaði 3721 tonnumí 3 róðrum og fór síðan á lóðnu og landaði 2021 tonnum í 2,

Júlí var 6810 tonn í 7 af loðnu,

 Haustið,
 Það var frekar rólegt,  Víkingur AK fór á síld í október og landaði 882 tonnumí 5 róðrum og í des 321 tonnum í 2 af síld og 1419 tonn í 2 af loðnu,

Heildaraflinn var mjög svipaður hjá Sigurði VE og Víkingi AK

Víkingur AK var með 46711 tonn í 49 löndunum


Víkingur AK Mynd Tói Vidó