Bátur nr 226. Beitir NK árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 32 sem ég skrifa um.

Og þetta er uppsjávarskip númer 5 sem ég skrifa um.  

Þetta skip átti sér langa sögu við Íslands.  Var númer 226 og hét árið 2001.  Beitir NK 123.  Skipið var smíðað árið 1958 og hét fyrst Þormóður Goði RE og var síðutogari.  Var seldur árið 1978 og hét þá Óli Óskars RE.  undir  því nafni þá var  skipinu breytt í að vera loðnuskip og árið 1981 þá var skipið selt til Neskaupstaðar þar sem að skipið fékk nafnið Beitir NK .  var hugsuninn þá að gera skipið út á loðnu en þá kom loðnubann og í staðin fyrir að reyna að eltast við t.d kolmunann þá var Beiti NK silgt til Akureyrar þar sem að skutnuim Beiti NK var breytt þannig að skipið hentaði til togveiða og gat tekið trollið inn að aftan.  var semsé Beitir Nk orðin togari.

Árið 2001 þá var Beitir NK ekkert á togveiðum, kíkjum á það ár,

 Vertíðin.
 Beitir NK byrjaði mjög snemma veiðar og fór beint á loðnuna og var janúar nokkuð góður. 6556 tonn í 7 löndun.  febrúar 5807 tonní 6 og síðan kom Mars.  
þá var loðnan kominn suður en Beitir NK landaði öllum sínum afla á NEskaupstað og það þýddi ansi löng viðvera frá veiðum vegna siglinga,
mars var 9370 tonn í 9.

Loðnuvertíðin var því alls 21733 tonn í 22 löndunum.

 Sumar.
 Beitir NK stundaði nokkuð mikla síldveiði árið 2001 og byrjaði smá á því í maí og landaði 375 tonnum í 5 löndunum.  í júní var skipið með 3232 tonní 4,

í júlí og ágúst þá var skipið á Kolmunaveiðum og var t.d með 5220 tonn í 5 róðrum í júlí,

 Haustið.
 Beitir NK var á síldveiðum allt haustið alveg fram að jólastoppi og má segja að þær hafi gengið nokkuð vel.  t.d var nóvember 3128 tonní 8 róðrum og desember 1463 tonn í 7.

Síldveiðin hjá Beiti NK árið 2001 var nokkuð mikil eða 9678 tonn, og má segja að skipið hafið verið með aflahæstu síldarbátunum það ár,

Heildaraflinn  rúm 39 þúsund tonn eða 39411 í 65 löndunum eða 606 tonn.  stærsta löndun 1187 tonn af loðnu


Beitir NK Mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson