Bátur nr 233. Óli á Stað GK árið 2001
Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,
ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt. bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,
þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,
margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu
Þessi bátur er númer 33 sem ég skrifa um.
og hittir nokkuð vel á að þessi pistill sé númer 33 sem ég skrifa því að númerið á þessum báti er 233.
heitir í dag Erling KE og hefur stundað netaveiðar undanfarin ár. var leigður síðustu sumur til Samherja og stundaði þá grálúðuveiðar í net fyrir norðan. þetta sumar þá stundar Erling KE engar svoleiðis veiðar því að línubátnum Önnu EA sem Samherji gerir út var breytt í netabát og stundar nú þær veiðar,
ÞEssi bátur var í mörg ár á Akranesi og hét þar Skírnir AK og stundaði þá meðal annars loðnuveiðar og báturinn gerði það líka undir nafninu Júlli Dan GK.
Árið 2001 þá hét báturinn Óli á Stað GK 4
Kíkjum á árið 2001,
Vertíðin,
Óli á Stað GK byrjaði árið vel því að aflinn í janúar 143 tonn í 10 róðrum .
febrúar var líka góður og endaði á risalöndun. í febrúar þá landaði báturinn 192 tonnum í 11 róðrum og síðasti róðurinn var ansi góður eða 70 tonn og af því þá var þorskur 65 tonn,
Mokveiði var í mars og landaði Óli á Stað GK 453 tonn í 14 róðrum og mest 65,6 tonn.
Mikið flakk var á bátnum landaði í Keflavík. Sandgerði. Grindavík. Vestmannaeyjum. Þorlákshöfn og alla leið á Hornafjörð.
Vertíðin var mjög góð 788 tonn í 35 róðrum
Sumar.
Óli á Stað GK var á netaveiðum allt sumarið og var aflinn þokkalegur. bestur í ágúst þegar að báturinn landaði 103 tonnum í 7 róðrum. þeim afla landaði báturinn að mestu í Ólafsvík nema einni löndun á Flateyri,
Haustið,
Það var frekar rólegt. Óli á STað GK var ekkert gerður út í októbert enda var þá báturinn í slipp, aflinn um haustið var um 180 tonn og mest í desember eða 77 tonn í 6 róðrum,
Heildaraflinn árið 2001 sem allur var tekin í net var því 1267 tonn í 75 róðrum eða 17 tonn í róðri,
enginn mynd fannst af bátnum undir nafninu Óli á STað GK og því notast ég við mynd af Erling KE,
Erling KE áður Óli á STað GK mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsosn