Bátur nr 236. Mánatindur SU árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 34 sem ég skrifa um.

Þekktur í Vestmannaeyjum
Þessi bátur er íbúum Vestmannaeyja mjög vel kunnugur, því að þessi bátur var smíðaður árið 1963 og var í Vestmannaeyjum í 32 ár, reyndar undir nokkrum nöfnum,

Þessi bátur var númer 236 og hét árið 2001.  Mánatindur SU .  en þessi 32 ár sem að báturinn var í Vestmannaeyjum þá hét hann þar t.d Bergur VE.  Katrín VE, Sindri VE og Frigg VE.  

Mánatindur SU stundaði rækjuveiðar allt árið 2001 og gekk veiðin þokkalega hjá bátnum.   Þeir byrjuðu reyndar árið mjög snemma því þeir lönduðu í Reykjavík í lok janúar um 24 tonnum af rækju í einni löndun,

 Versti ótti sjómanns varð að veruleika
Eitt það allra versta sem sjómenn geta lent í útá hafi er að vera í báti sem verður eldi að bráð og það gerðist fyrir áhöfnina á Mánatindi SU   

báturinn hætti veiðum í júlí og fór þá í slipp og í fyrsta róðri sínum eftir slippinn nánar tiltekið 21.ágúst 2001 þá var báturinn á veiðum norður af Húnaflóa í ANA 15 til 18 m/sek og brælu.   Brunaviðvörunarkerfið fór í gang um miðnætti og gaf til kynna eld í vélarrúmi. skipstjóri og vélstjóri fóru niður og könnuðu málið en fundu ekkert.  
þeir slökktu því á kerfinu enn 5 mín síðar kom aftur viðvörun um eld og í þetta skipti þá sást mikill reykur koma frá íbúðum afturí.  var þá eldur í klefa stýrimanns og reyndu skipverjar að slökkva eld með handslökktitækjum, en þeim tókst það ekki.  
undirbjuggu þeir því að yfirgefa bátinn og lokuðu öllu sem hægt var að loka. 
þeir sáu þá reykt stífa upp frá lofttúðu frá mannaíbúðum og tóku sjóslöngu og sprautuðu niður um hana,  tókst þeim þannig að slökkva eldin. 

 Rétt viðbrögð Skipstjóra
Skipstjóri var þá búinn að setja út báða gúmmibáta og setja á sitthvora síðuna og gera áhöfn klára til þess að yfirgefa bátinn.  ásamt að láta nærstadda báta og björgunvarsveit vita.  bátnum var silgt síðan fyrir eigin vélarafli til Skagastrandar og var ´báturinn frá veiðum vel fram í október þegar hann fór aftur á veiðar,

og var báturinn gerður út til ársins 2007 og réri meðal annars mikið frá Sandgerði á trolli áður enn hann hætti veiðum,

Heildaraflinn árið 2001 var ekki mikill 

286 tonn í 26 róðrum af rækju



Mánatindur SU mynd Hafþór Hreiðarsson.  Reyndar árið 2001 þá var báturinn rauður á litinn