Bátur nr 243. Guðrún VE árið 2001
Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,
ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt. bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,
þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,
margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu
Þessi bátur er númer 37 sem ég skrifa um.
Það eru ekki margir stórir stálbátar sem hafa í yfir 40 ár aðeins heitið einu nafnið , en það átti við um þennan bát.,
nr 243. Guðrún VE 122. Báturinn var smíðaður árið 1964 og hét alveg til ársins 1989 Guðrún GK og eftir að báturinn var seldur til Vestmannaeyja þá fékk báturinn nafnið Guðrún VE 122. sem sé 25 ár undir nafinu Guðrún GK og 19 ár með nafnið Guðrún VE;
þessi bátur er kanski frægastur fyrir að hafa verið báturinn sem veiddi frægasta hval íslands, nefnilega Keikó, veiddi hann undir nafninu Guðrún GK,
Vertíðin 2001,
Guðrún VE stundaði netaveiðar allt árið 2001 og mikill hluti af aflanum fór erlendis í gáma.
janúar byrjaði ágætlega 124 tonn í 6 róðrum og í mars þá var mokveiði landaði báturinn 384 tonnum í aðeins 12 róðrum og mest 57 tonn í einni löndun, næst stærsti túrinn var líka yfir 50 tonn eða 55 tonn.
Vertíðaraflinn 652,3 tonn í 26 róðrum eða 25 tonn í róðri,
Sumar,
Guðrún VE stundaði netaveiðar fram í lok júli.
Júni var nokkuð góður eða 123 tonn í 8 róðrum,
Haust
Báturinn var á veiðum fram í lok nóvember og stór hluti af aflanum um haustið fór allur í gáma erlendis.
Október var bestur eða 79 tonní 6 róðrum og fór um 60 tonn af þeim afla í gáma,
Heildaraflinn 1046,1 tonn í 56 róðrum,
og má bæta við að saga bátsins endaði árið 2008
Guðrún VE mynd Tryggvi Sigurðsson