Bátur nr 244. Sæfaxi VE árið 2001
Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,
ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt. bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,
þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,
margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu
Þessi bátur er númer 38 sem ég skrifa um.
Fyrsti eikarbáturinn sem skrifað er um og þessi bátur var smíðaður í Vestmannaeyjum. Hann var númer 244 og hét árið 2001. Sæfaxi VE.
Bátur þessi var einungis gerður út frá tveimur bæjum. Seyðisifirði þar sem hann hét Gullberg NS og í Vestmannaeyjum og var þar lengst undir nafninu Glófaxi VE.
hann var nokkuð stór miðað við eikarbáta eða 165 tonn.
Sæfaxi VE stundaði netaveiðar allt árið 2001 og var nokkur hluti af aflanuim sem fór utan í gáma,
Vertíðin,
hún var þokkalega þótt að aflinn í janúar og febrúar hafi ekkert til þess að hrópa húrra fyrir. í janúar 24 tonn í 4 og í febrúar 31 tonní 5.
Mars var aftur á móti nokkuð góður því þá landaði báturnn 208 tonnum í 16 róðrum og mest 33 tonn í einni löndun . Reyndar kom smá mok um miðjan mars og landaði þá báturinn um 90 tonnum í 4 róðrum ,
Öfugt við marga netabáta í Vestmannaeyjum útaf Verkfallinu sem var að þá réri svo til enginn netabátur í apríl, en það gerði aftur á móti Sæfaxi VE og var apríl nokkuð góður eða 103 tonn í 9 róðrum ,
Vertíðaraflinn náði þó ekki yfir 400 tonnin því að aflinn var 383 tonn í 37 róðrum.
Sumar,
Báturinn réri eftir vertíðina í maí og var með 84 tonn í 8 róðrum en fyrir utan það þá var aflinn um sumarið frekar tregur einungis rétt um 50 tonn í það heila utan við maí,
Haustið,
Sæfaxi VE var á netum allt haustið og var aflinn frekar tregur, rétt um 66 tonn allt haustið þar sem að september var bestur eða um 33 tonn.
Heildaraflinn 594,4 tonn í 72 róðrum eða 8,3 tonn í róðri,
Sæfaxi VE mynd Tryggvi Sigurðsson