Bátur nr 249. Hafnarröst ÁR árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 40 sem ég skrifa um.

Þessi bátur átti sér mjög merkilega sögu, því að þegar hann var smíðaður árið 1964 þá var þetta fyrsti báturinn í heiminum sem var með hliðarskrúfu að framan,

þessi bátur var númer 249 og hét árið 2001.  Hafnarröst ÁR 250.

 
Lengst af þá hét báturinn Höfrungur III ÁR og hét Höfrungur III AK þegar hann kom fyrst til íslands með hlðarskrúfuna,

Árið 2001 þá stundaði Hafnarröst ÁR nokkuð sérstakar veiðar því að báturinn var allt árið á skötuselsnetaveiðum.

róðrarnir voru ekki margir, einungis 25 og heildaraflinn 336 tonn og af því þá var skötuselur um 300 tonn.

best gekk bátnum í ágúst, því að þá landaði báturinn 82,5 tonnum í 4 róðrum og þar af 36 tonn í einni löndun,

víst má telja að aflaverðmætið hjá Hafnarröst ÁR hafi verið mjög gott miðað við 300 tonn af skötusel

miðað við verð á fiskmarkaði 10.september árið 2018 þá má reikna með að aflaverðmætið hafi verið 160 milljónir króna af skötuselnum ,


Hafnarröst ÁR mynd Tryggvi Sigurðsson