Bátur nr 253. Hamar SH árið 2001
Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,
ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt. bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,
þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,
margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu
Þessi bátur er númer 42 sem ég skrifa um.
Bátur þessi á sér mjög langa sögu í útgerð og þá undir sama nafni. hann er númer 253 og hét árið 2001. Hamar SH. Reyndar er þetta nafn á þessum báti Hamar SH búið að vera á bátnum í 45 ár því að báturinn var keyptur árið 1973 til Rifs og hefur báturinn síðan þá haldið nafninu Hamar SH, og er báturinn gerður út árið 2018 með beitningavél,
Árið 2001 þá var Hamar SH gerður út allt árið á togveiðar. mest á trolli og síðan á rækju um sumarið,
Vertíðin,
Janúar byrjaði nokkuð vel því að aflinn í janúar var 114 tonn í 6 róðrum og mest 31 tonn,
í febrúar þá var aflinn 78 tonn í 5 og mest 35 tonn,
mars var nokkuð góður og kom báturinn með einn fullfermisróður. Landaði alls 176 tonnum í 5 róðrum og mest 59,5 tonn ´i einni löndun,
Vertíðaraflinn náði þó ekki 400 tonnum en var mjög nálægt því. því að aflinn var 392 tonn í 17 róðrum ,
Sumar.
Hamar SH stundaði trollveiðar í maí og gekk vel. 116 tonn í 4 róðrum,,
Rækjuveiðin var í júní og fram í ágúst og var alls 124 tonn í 9 róðrum,
Haust.
Hamar SH var á trolli allt haustið og fiskaði nokkuð vel. var með um 410 tonn um haustið
Október var stærstur eða 152 tonn í 6 róðrum
desember var líka góður 97 tonn í 4 róðrum ,
Heildaraflinn var því nokkuð góður eða alls 1086,5 tonn í 51 róðrum eða 21,2 tonn í róðri,
Hamar SH mynd Vigfús Markússon