Bátur nr 256. Kristrún RE árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 43 sem ég skrifa um.

Bátur þessi má segja að sé sá bátur sem lengst stundaði línuveiðar við Íslands.  árið 2001 þá var báturinn númer 256 og hét Kristrún RE;

Báturinn kom fyrst til íslands og hét þá Ólafur Friðbertsson ÍS, undir því nafni þá stundaði báturinn að langmestu leyti línuveiðar með bölum og meira segja var gerð tilraun á bátnum til þess að' nota beitningavél,

Báturinn var seldur 1982 og fékk þá nafnið Albert Ólafsson KE og var  með því nafni fram til ársins 1995 þegar báturinn fékk nafnið Kristrún RE.

Kristrún RE var gerður út til ársins 2014 þegar að núverandi Kristrún RE leysti gamla bátinn af hólmi,  

og því má segja að enginn annar bátur ´á íslandi eigi sér jafn mikla sögu á línuveiðum og þessi bátur, því að báturinn stundaði líka miklar línuveiðar þegar hann hét Albert Ólafsson KE og var undir því nafni breytt í þá veru sem hann var þegar hann hét Kristrún.

Lítum á árið 2001

 Vertíðin,
 Hún var góð,  í janúar þá var báturinn með 264 tonn í 5 róðrum og mest 70 tonn,

í febrúrar komst báturinn mest í 77 tonn í einni löndun,

Mars 200 tonn í 5 róðrum.

Vertíðaraflin alls 731,3 tonn í 15 róðrum,

 Sumarið,
 Það var nokkuð gott og sérstaklega júlí því þá landaði Kristrún RE 254 tonn í 6 róðrum .

 Haustið,
 Það var mjög gott því að aflinn um haustið fór yfir 1000 tonnin eða í 1024 tonn,

veiðin var feikilega góð í nóvember því þá var aflinn 322,5 tonn í 5 róðrum  og mest 72 tonn,

sömuleiðis var veiðin mjög góð í desember og landaði báturinn þá 299 tonnum í 5 róðrum ,

og það sem vekur athygli var að Kristrún RE réri á milli jóla og áramóta og er fyrsti báturinn í þessum pistlum mínum sem réri á milli hátiðanna,

Heildaraflinn var líka mjög góður,

alls 2349,6 tonn í 46 róðrum eða 51 tonn í róðri,

og báturinn aflahæstur af þessum 43 sem ég hef skrifað um,


Kristrún RE mynd Hafþór Hreiðarsson